Tuesday, April 24, 2012

Einfaldur heimagerður netapoki fyrir baðleikföngin..

Mér langar svo mikið og bara verð að sýna ykkur fína hugmynd til að gera poka fyrir baðleikföngin.. þessir pokar eru nú held ég ekkert svo dýrir í verslunum en þó alveg nó þ.a.s. ef maður á hann nú þegar. Ooog þá er ég að meina ef þú átt netabolinn góða.. sá sem Allir voru í hér fyrir nokkrum árum... ;)

.. en um daginn var ég að taka til í gömlum fötum sem ég hef safnað að mér þá til að "sauma" úr og til að breyta einhvern tíman, og þegar ég var kominn á góðan veg í að henda út og hvað ég ætlaði að eiga áfram að þá fann tvo netaboli sem ég elskaði á sínum tíma... og jamm Guð Nei Takk! ég er ekki að fara fara í svoleiðis aftur.. það þarf allavega Mjög svo Mikið til að það gerist! hehe.. 


.. allavega ég ákvað að sauma úr einum þeirra og þar sem mér vantiði svo mikið eithvað sniðugt undir baðdótið hennar Valdísar að þá sá ég bara þessa fínu lausn um að gera úr þessum fína bol þennan fína poka fyrir allt dótið. 

Og það var nú varla mikil saumaskapur,, bara ein saumur á úthverfu bolsins.. snúa bolnum svo við og hann tilbúinn.

 
.. og ef axlaböndinn eru og þröng fyrir dótið, að þá er bara hægt að klippa smá til (ekki mikið því bolurin vill oft teygjast mjög mikið) og það á ekkert að rakna upp þ.a.s. ef þetta er ekki prjónaður eða heklaður bolur.







 Eigið góðan dag..

..og takk fyrir innlitið á síðuna. Endileg skiljið eftir smá comment og segið hvað ykkur finnst ;)










Sunday, April 22, 2012

Frábær sunnudagur í Hveragerði..

Jæjja. þá er frábær sunnudagur í dag að vera búinn og við Valdís, mamma og ég erum búnar að eiga frábæran dag í dag....

... við byrjuðum á því að baka lummur og svo til að hafa góða samvisku á að borða þær fórum við í mjög svo hressandi göngu túr hér í Hveragerði.. við kíktum meðal annars í Garðyrkjustöð Ingibjargar, Blómaborg og svo Álnavörubúðina (Tusku).


Sætasta og fallegasta bakaraaðstoðar daman mín með smekkja svuntuna sína sem ég gerði um daginn.


Uppskrift af lummunum.. 

1 og 1/2 bolli hveiti eða heilhveiti
ca. 1/2 dl. af sykri
1 tsk. matarsóta
1 tsk. lyftiduft
ca. 1/2 bolli brætt smjörliki 
Mjólk.. (fér eftir þykkt á deigi hversu mikil mjólk er látinn í).
Vaniludropar

Svo bara hræra öllu samann og steikja á pönnu upp úr smjörliki.. 

*Ég setti svo smá rúsínur í nokkrar lummur.. smá kanilsykur í nokkrar og hafði svo aðrar bara "venjulegar" og svo til að setja punktin yfir "I-ið" þá bræddi ég "smá" súkkulaði ;)


*Annað: Ég mæli svo eindreigið með því ef það er til afgangur að grjónagraut að blanda honum út í deigið.. það er best! 



 .. Svo var kíkt út........

Blóminn eru byrjuð að koma upp og tré farinn að laufgast..


Mamma að skoða blómin í Garðyrkjustöð Ingibjargar..




Hveragerði að kvöldi til..
 

Í Tusku (Álnavörubúðinn) er margt hægt að fá.. 
 


  
Þetta svæði er mjög flott þegar Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ verður haldinn.. í ár er hún þann 22-24 júni!.. þessi sýning hefur verið haldin árlega í Hveragerði síðan 2009 og er rosalega flott! eignin eru Blómstrandi dagar rosalega skemtilegir! :)
 
.



..alveg að vera komnar heim..

Jeii.. komnar

 

..og svo við mæðgur svonna rétt í lokinn..

Takk fyrir og eigið gott kvöld! :)




Saturday, April 21, 2012

Innlit: Barna og mömmu herbergi.. Klósett fyrir og eftir

Jæjja.. loksings er herbergið okkar Valdísar tilbúið!!! 
Eignig klósettið og stofan.. en ég er búinn að vera gera þetta svonna í rólegheitunum og langar aðeins að monta mig pínu pons á því sem ég er búinn að vera gera...






 Hér er Valdísar horn.. 








 Ljósið.. ég þræddi tréperlur upp á snúruna og saumaði litla fána auk þess sem ég skreyt það með máluðum krómhúsum sem ég klippti úr eggjabökkunum.. 


 Skírnardótið hennar Valdísar minnar.. 



Gömul bók sem ég átti þegar ég var lítil..


 Bursti, skæri og nælur sem ég átti þegar ég var lítil en nú að Valdís mín þetta..




 Fiðrilda myndir sem ég var að leika mér að mála um daginn..


 .. og mynd sem ég er búinn að vera mála í ca. 3 ár.. en ég er alltaf að bæta og bæta meira inn á hana. Þetta á að vera Vor, Sumar, Vetur, Haust og líka nótt og dagur.


Dúkku rúm sem ég keypti í Góða hirðinum á 450kr. 
Ég málaði það hvítt.. málaði svo róstir og nafnið hennar Valdísar minnar.. (Valdís Margrét Íva)



Og svo er það mitt horn í herberginu..



Stóllin og náttborðið sem ég tók og gerði upp...  

 





 Fóta og handafar sem ég gerði úr trölladeigi.. Valdís var þarna 3 mánaða..



 


Stofan... 



Ég saumaði nýtt áklæði utan um sófann.. hann er í raun með dökk blátt efni.


 Þennan bakka fann ég í gjafagámi í Hveragerði. Hann var mjög ljótur þegar ég fékk hann.. en ég málaði hann bara hvítan og hann er bara eins og nýr.
 
 


 DVD skápurinn minn.. ég keypti þennan í Góða hirðinum á 1500kr á sínum tíma... 






Og klósettið....


Fyrir... 













 Eftir..







Svo smá auka..

Ég fann þessa bakka í Góða hirðinum á ca. 400kr samann. Ég spreyjaði þá hvíta þar sem þeirr voru nokkuð mikið rispaðir og ljótir.
Þeirr fara svo bara rosalega vel inn í eldhúsinu fyrir t.d. innkaupalistan og eða annað skemtilegt.


Takk fyrir..

.. og endilega skiljið eftir smá comment og segið hvað ykkur finnst..

Gleðilegt Sumar :)





***Afsakið allar stafsetninga villur***



Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...