Ég er ekki mikil prjóna manneskja og hef i raun litla þolinmæði í prjón.
... en hekl er eitthvað sem mér finnst skemmtilegt! fyrir utan auðvitað annan saumaskap, þá get ég algjörlega dottið ofan í eithvað zone og það er stundum erfitt að ná sambandi við mig þegar ég byrja.
Mig langaði mjög mikið í heklaða slefsmekki þegar ég átti Valdísi mína árið 2011, en þá kunni ég lítið sem ekkert í hekli nema grunninn sem var ekki mikið.
Núna þegar von er á annari stelpu skottu (settur dagur 23.nóvember 2016) ákvað ég að gera eitthvað í þessu og redda mér hekluðum smekk.
Fyrsti smekkurinn kom því miður ekki vel út haha... en hann er þó eins og smekkur í laginu og virkar fínt.
Eftir hann ákvað ég að gera bara eitthvað og sjá hvert það myndi leiða mig.
Útkoman voru þessir 13 stykki og enginn eins.
Ég notaði nál nr. 2,5 í alla smekkina. 100% bómullar garn.
Hvíta teppið heklaði ég á heklinál nr. 2,5 og það er allt fastahekl. 100% bómullar garn.
Bleika litríka teppið er 100% ull (létt lopi) og svo heklaði ég með bómullar garni utan um. Ég notaði nál númer 5. Þetta teppi gerði ég aðalega fyrir bílstólinn eða út í vagn, hlýtt og gott.
Vona að þetta veiti einhverjum innblástur og ánægju, kveðja Jóhanna Eva
No comments:
Post a Comment