Tuesday, March 6, 2012

Sauma: Hárbönd.. SmekkjaSvuntur og fleyra spenandi

Um daginn sá ég rosa flotta leik-svuntur á litlar prinsessur og prinsa og ágæt snið með því.. Valdís mín er náttl. bara 6 mánaða (8.mars næstkomandi) og er ekki mikil not fyrir svuntur enþá en væru ágætar til að nota sem smekk.. þannig að ég ákvað að breyta þessaru uppskrift og úr varð allt annað.. einhverskonar smekkjasvunta. 

Ég var svo að flækjast á netinu um daginn og það vill oft til að ég festist í að skoða ýmis konar netsíður sem eru með allskonar hugmyndum og f.l. dótaríi og sá þá á einni síðunni svonna smekkjasvuntu sem var þá bara mjög svipuð og ég gerði hehe.. þannig að þið getið nú sé hvernig á að gera svonna sjá hér og þá jafnvel gert eins og ég geri.. bæta við vasa, blúndu og einhverju dúlleríi, svo er hægt að hafa þær allt öðrvísi sniðnar.. ferkantaðar.. langar eða bara stuttar :)  

*Ég hafði ég böndinn  þar sem hendurnar fara í gegn aðeins stærri þannig að litlar bollu hendur geta greiðlega hreyft sig án þess að svuntusmekkurinn pirri þær eithvað :)


 *****************************************
Svo var ég að leika mér í dag með efnisbútana mína.. og úr slysni gerði ég eitt st. blóm sem verð af hárbandi.. þannig að ég missti mig pínu og gerði 3x hárbönd handa sætustu prinessunni minni :)

 

 

*****************************************

og eins og flestir vita að þá er verið að taka klósettið í gegn heima og það er barasta allt að verða búið.. það er allavega langt komið með það og næst á dagskrá er að flísaleggja það.. 


Hér er verið að rífa allt út..Búið að mála eina umferð af menju eða hvað sem það heitir.. þannig að vatn fari ekki í gegnum og í plöturnar.. svo kölluð "dúkur í dós"  eins og einhver lísti fyrir mér um daginnBúið að mála gluggana.. á bara eftir að skipta um límdúkinn á rúðunum..

.....Endilega fylgist með á næstu dögum.. vikum þegar loka útkoman á klósettinu og herberginu okkar Valdísar Margrétar Ívu minnar verður sýnt.. að auki annað meira spenandi eins og gamall tekk stóll endurgerður og lítill skeinkur/skápur sem ég talaði um daginn ;)


 Hér er útkoman!

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...