Jæjja. þá er frábær sunnudagur í dag að vera búinn og við Valdís, mamma og ég erum búnar að eiga frábæran dag í dag....
... við byrjuðum á því að baka lummur og svo til að hafa góða samvisku á að borða þær fórum við í mjög svo hressandi göngu túr hér í Hveragerði.. við kíktum meðal annars í Garðyrkjustöð Ingibjargar, Blómaborg og svo Álnavörubúðina (Tusku).
Sætasta og fallegasta bakaraaðstoðar daman mín með smekkja svuntuna sína sem ég gerði um daginn.
Uppskrift af lummunum..
1 og 1/2 bolli hveiti eða heilhveiti
ca. 1/2 dl. af sykri
1 tsk. matarsóta
1 tsk. lyftiduft
ca. 1/2 bolli brætt smjörliki
Mjólk.. (fér eftir þykkt á deigi hversu mikil mjólk er látinn í).
Vaniludropar
Svo bara hræra öllu samann og steikja á pönnu upp úr smjörliki..
*Ég
setti svo smá rúsínur í nokkrar lummur.. smá kanilsykur í nokkrar og
hafði svo aðrar bara "venjulegar" og svo til að setja punktin yfir
"I-ið" þá bræddi ég "smá" súkkulaði ;)
.. Svo var kíkt út........
Blóminn eru byrjuð að koma upp og tré farinn að laufgast..
Mamma að skoða blómin í Garðyrkjustöð Ingibjargar..
Hveragerði að kvöldi til..
Í Tusku (Álnavörubúðinn) er margt hægt að fá..
Þetta svæði er mjög flott þegar Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ verður haldinn.. í ár er hún þann 22-24 júni!.. þessi sýning hefur verið haldin árlega í Hveragerði síðan 2009 og er rosalega flott! eignin eru Blómstrandi dagar rosalega skemtilegir! :)
..alveg að vera komnar heim..
Jeii.. komnar
..og svo við mæðgur svonna rétt í lokinn..
Takk fyrir og eigið gott kvöld! :)
No comments:
Post a Comment