Sunday, March 6, 2016

Vöggu klæði úr 100% bómull


Ég fékk æðislegt verkefni á síðasta ári (2015) að sauma vögguklæði fyrir son vinar bróður míns og konu hans. 

Ég hafði ekki vöggu mér við hlið þegar ég gerði sniðið en fékk að mæla hana gróflega til að sjá ca. hvernig klæðið átti að vera, og að mínu mati tókst þetta nokkuð vel. 

Ég valdi mjög vandað efni úr 100% bómullar í þetta vöggu klæði og tvennskonar blúndur sem skraut. Svo var það bara tvinni og teygja. 

Ég saumaði lokaða sauma allstaðar þannig að það væri ekkert mál að henda þessu í þvottavél á 30-40 gráðu þvott.. ég er persónulega ekki hrifin að owerlock saumum þó ég nota þá einstaka sinnum. Ég sauma í raun bara lokaða sauma eða brydda allt þar sem mér finnst það sterkast og fallegast fyrir eithvað sem á að endast í mörg ár. 




Saumaði slaufu fast á litla nælur til skrauts







Lokaður saumur


Klæðið heilt ofan í







Það er búið að nota vögguna og klæðið fyrir allavega eitt barn og fékk ég klæðið aftur í smá lagfæringu í tæka tíð fyrir næsta kríli. Hér var ég bara að lagfæra smá til að halda efninu frá höfði barnsins. 


Fyrir frekari uppl. um vögguklæði má hafa sambandi við mig 
 í gegnum póst/email.




No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...