Sunday, February 26, 2012

DIY: Gamalt náttborð gert að nýju.. rómó.. rómó...

Endalaus rómantík.. ég skrifaði síðast lítin pistil um það sem framundan væri og það sem ég væri að gera.. og hér kemur loksings eithvað! ;) eins og ég sagði í síðasta posting að þá fann ég þetta flotta gamla náttborð í Gh. á 1500kr. og langaði svo að gera það flott upp.. og það tókst... jeiii.. 

Heildar upphæð:...... náttborð; 1500 + höldur; 1200 + smá máling og lakk; 500 (þar sem ég átti það til).. = 3200kr. og það tel ég bara mjög vel sloppið :)

En jamm.. ég ákvað sem sagt að pússa það allt upp þar sem lakkið á því var algjörlega ónýtt! allt farið að flagna og vatnsskemt..  og það tók mig 3-4 daga!!!. með púsunar vél! (það var algjörlega stíflakkað í tætlur!) og svo eftir nokrar pælingar og hugsanir og svo ráð og pælingar frá mömmu og pabba að þá ákvað ég að hvítta það og lakka yfir með flottu möttu lakki þar sem æðarnar í því voru rosa flottar :)


Ég notaði Flugger NatrualWood hvítunar máling.. úr flugger auðvitað..***Ráð... Gott er að notta vatn í fötu eða einhverju eins og ég var með og mála smá málingu á flötin og þinna út með vatninu með því að dýfa sama pensli út í vatnið (ekki mikið.. alltaf hægt að gera þá meira) þannig kemur þessi fína áferð og allar æðar sjást*** :) ef þetta er ekki gert að þá sjást ekki æðarnar og allt fér í steik!


Pinotex lakk úr byko.. ég notaði gljáa nr. 20 sem er mattasti gljáinn :) það er hægt að þrífa og púsa eins og eingin sé morgundagurinn.. rosa gott lakk! :)
Hér var ég búinn að hvítta hann og lakka yfir.. átti bara efti að gera gött fyrir höldunum.. og höldurnar fékk ég í Snúðar og Snældur á 600kr. st.Fyrir breytingu...                                                   Eftir breytingu..


Og hér er kemur loka myndinn.. náttborðið komið heim og búinn að dúlla það smá upp með random hlutum, mynd af sætu minnni, orkideu.. og takið eftir speiglinum... (sem á eftir að fara upp á vegg;))....


Þetta er sem sagt gamall speigill sem ég fékk í gjöf fyrir nokurm árum. Hann var gullmálaður en þar sem ég er svo mikið inn á hvítu núnna að þá ákvað ég bara að mála hann hvítann (ég notaði hvíta málingu sem hægt er að fá í Sostrene Grene).


 Speigilinn tilbúinn og með smá gamaldags útliti :)
svo smá auka.. var aðeins að leika mér með nokrar klemur og dósarlok.. það er hægt að gera svo margt með öllu bara ef maður leikur sér bara :)..........og svo aðeins meira til að halda lesendum mínum hamingjusömum...  


.... ég er byrjuð á litla horninu henar Valdísar minnar.. og það verður rosa flott þó ég segi sjálf frá ;) svo endilega fylgist með á næstu dögum! ;)

 
  


***Afsakið allar stafsetninga villur***

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...