Monday, January 30, 2012

Sauma: Hvernig á að gera barna leggings.. How to make children's leggings..

Dúlerí morgunsins var Gallabuxna-leggings..


Leggings eru mjög svo einfaldar og ef þið pælið í því og að gera þær er það sko lítið mál.. og allir geta gert þær!!!

Sumir halda að þeir verða að vera með eithverja sérstaka saumavélar með tvöföldum saumi eða owerloki .. en ég notaði bara að þessu sinni gamla vél sem mamma á og sikksakkaði bara enda :)



 











það sem þarf í þetta er efni og eins teygju.. svo til að taka sniðið af notaði ég bara buxur af Valdísi minni.. það þarf bara muna að passa taka saumfar og ef buxurnar sem þið otið til að taka sniðið af er gott að gera sniðið aðeins stærra.. það er þá alltaf hægt að minka þær ef þær eru og stórar :)


Ég vildi hafa þessar buxur smá víðar þannig að ég hef buxurnar alveg 3-4 cm frá heilli brúnninn. 

Munið að taka saumfar ;)






Eftir að búið er að taka snið og klippa að þá eiga bútarnið að líta svonna út.. og stærri endin er upp/mitti og minni er niður/skálmar.. rosa gott að skrifa á með fatakrít á rönguna á efninu:)



 Svo bara stilla vélina á sikksakk og sikksakka neðan af skálmunum.. niður hlutan :)




Svo bretta inn á við.. (líka gott að gera það eftir á þegar buxurnar eru til búnar, en oft er það ervit fyrir suma þ.a.s. þar sem skálmarnar geta verið og þröngar til þess að sauma og þá er bara fínt að klára það núnna).
 Hægt að bretta tvisvar ef þið óskið þess.. þá sést ekki sikksakkið :)





þá er búið að falda skálmarnar og þá  eru bútarni tveir saumaðir saman eons og sést á þessari mynd..  


og svo eru saumaðar skálmarna saman.. þið vitið að einn búturinn er ein skálm og þið saumið bara ein endilangan saum eins og er á myndinni hér fyrir neðan :)





 Svo næst er það að falda mittið.. og sauma. Gott er að sikksakka fyrst og svo næla niður með títiprjónum þannig að teygjan passar inní.. og svo sauma (ekki samt setja teyguna strax í).


Og nú er svo teygjan sett í, gott er að nota nælu eins og þessa.. og ég vil hafa teygjuna aðeins víðari.. þoli nefl. ekki þröngar buxur á Vadlísi minni





Svo sauma teygjuna saman.. og loka :)





Svo fanst mér fallegast að stinga 2x á skálmunum og ef þið eruð ekki með saumavél með tvemur nálum að þá er það bara gert með því að sauma beinan saum hliðin á fyrri saumnum eins og sést hér á neðri mynd..





Svo saumaði ég smá dúllerí á mittið...


... Og Dísa mín rosalega ánægð með morgunvek móður sinnar :)




.. með slefsmekkinn sem ég gerði í gærkvöldi ;)




Endilega ef það eru einhverjar spurninga eða ykkur vantar ráðleggingar um eitthvað þá bara spurja!!! ;)

johannaevagunn@gmail.com 


Gangi ykkur vel :*

Afsakið allar stafsetnigavillur

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...