Friday, December 21, 2012

Jól og aftur jól.. jólastjarna, jólaföndur, uppskrift og f.l.

 Jólastjarna...



Ég er búinn að föndar margar svonna fyrir þessi jólin..... og það er Ótrúlega einfalt að gera eina svonna stjörnu!

Það sem maður þarf er;
  1. 6 stk. A4 blöð (mér finnst A4 blöðinn lang best út af stærð þeirra, en það skiptir ekkert höfuð máli). 
  2. Skæri
  3. Blýant,strokleður og reglustriku (þarf ekkert endilega). 
  4. Límband 
  5. Heftara   
  6.  
     
     

1. hér er allt sem þarf... það er alveg hægt að nota venjulega reglustriku en mér finnst þessi lang best.



 2. Maður byrjar að brjóta blaði saman eins og sést hér á myndinni fyrir ofan... það sem krotað er yfir klippir maður burt.... og þá á blaðið að líta út eins og á myndinni hér fyrir neðan...... 






 3. Svo er mjög gott að taka reglustriku og gera ljósa línu akkurat í miðju þríhirningsins.... sjá hér fyrir neðan hvernig blaðið á þá að vera... svo stroka ég línuna út þannig að hún sjáist lítið sem ekkert...





 4. Næst gerir maður línur.. 3x hvoru meiginn.. og gott er að hafa ca. 2cm -2 & 1/2cm á milli línana...



5. þar næst klippir þú svo línurnar.. en passaðu að klippa ekki alveg upp að miðjulínunni (gott að hafa svonna 1/2cm sitt hvoru meiginn við miðju línuna), og þá ætti blaðið að líta út eins og á myndinni hér fyrir neðan...




6. Næst er það að líma samann, hægt er að nota heftara eða bara límband.. og mér finnst lang flottara að nota límband.
Þú byrjar í líma miðjuna samann.. svo límir þú næsta hinum meiginn við.. s.s. alltaf til skiptis eins og sést hér á myndinni fyrir neðan...




 .. svo heldur þú bara áfram...



 ... þangað til það lítur svonna út.



Svo gerir þú alveg það sama þar til þú ert kominn með 6x stykki.


 7. Þegar þú ert búinn að gera 6x stykki að þá er næsta skref að koma stjörnunni samann.. hér nota ég heftaran, og mér finnst fallegast að festa fyrst 3 og 3 samann og svo festa allar samann 
(passa að láta þær snúa rétt við hverja eins og sést hér á myndinni fyrir ofan) 

..og þá mun stjarna líta út eins og á myndinni hér fyrir neða.







  8. Næst er að festa hliðarnar samann.. og það bara með því að hefta einu sinni tvær og tvær samann á hverri hlið.


 ..og þá mun stjarna líta út eins og á myndinni hér fyrir neðan.


  
9. Nú er það bara festa band í hana.. og hengja upp.

..Og hér er síðan jólastjarnan mín fína tilbúinn og kominn upp á greinina..



  Auka....


  .. svo er líka hægt að nota afgangana sem verður af hverju blaði og gera extra litla stjörnur eða hafa hvern bút bara stakann og hengja upp sem skraut :-)


 *********************


 Aðventukransinn jólin 2012




Hér er sæti og einfaldi aðventu kransin hjá fjölskyldunni.


 *********************

 Jólapakkarnir árið 2012...


 



Hér er ég að klippa út íjólapappírinn sálfan allskonar munstur. Ég pakka hverjum pakka inn í venjulegan, hlutlausan pappír og skreiti pakkana með jólapappírnum.. smá öðrvísi þetta árið.


*********************

 Sniðugar vísur og ljóð til að skrifa inn í jólakortinn.
Ég skrifaði allt sem er rautt og feitletrað í jólakortin mín í ár 2012

Óskina héðan um yndisleg jól,
ykkur við sendum með ljúfustu lund.
Gleði og gæfa með hækkandi sól
gefist ykkur á stjarnljósa stund.

L. S.

 

Þó að engin sjáist sól,
samt ei biturt gráttu.
Nú skal halda heilög jól,
hugga alla þig láttu.
- Jól í koti, jól í borg,
jól um húmið svarta.
Jól í gleði, jól í sorg
Jól í hverju hjarta

B. P. Gröndal

 
Hækkar sólin
hér um jólin,
hún þó enn er lág.
Sífellt hún þó hækkar,
hennar ljómi stækkar,
uns hún verður há.

V. Br.


Hamingjan gefi þér
gleðileg jól,
gleðji og vermi þig
miðsvetrarsól,
brosi þér himinn
heiður og blár
og hlýlegt þér verði
hið komandi ár.

G. Jóh.

 
Rósfagur brennur við Reykjanesfjöll
roðinn af miðsvetrarsól,
blikar á björtum svellum,
boðar þér gleðileg jól.
G. M.


Heyrið klukknanna hljóm,
er þær hringja inn jól,
þennan skærasta óm
undir skammdegissól.
Vaknar hrifning í hug
þessa heilögu stund,
þegar hljómanna flug
fer um hrímgaða grund.

Ég bið Guð að gefa þér
gleði-nægð um jólin,
æðri og meiri en blómi ber
blessuð júní-sólin.


Sá sem gefur gleðileg jól
og gleður vinarhjarta,
ó, að hann unni öllum sól,
svo enginn þyrfti að kvarta.



Helg er tíð, er sæti ég sit
og set á kortið fagran lit,

jólakveðja lesin lágt,

er ljúfir tónar hljóma dátt.

Þessa síðustu fann ég hér.. og hún var eitt af mínu uppáhalds í ár.


*********************

Það hefur alltaf verið hefð hjá minni fjölskyldu að opna ekki kortinn fyrr en á jólunum.. en ég hef verið að gera aðeins öðrvísi síðustu ár og notað kortinn til að skreita því mörg kortana eru afskaplega falleg og tilvalinn til að sýna...

Hér er ég t.d. bara með pakkaborða og hengi korti upp með litlum jólasveina klemmum.




 *********************

Svo bara smá að lokum til ykkar kæru lesendur þar til eftir jól...




Mér langar að deila með ykkur uppskrift af mínum uppáhalds jóla smákökum.





Þessar heita Kidda kökur og eru Ótrúlega góðar! og líka svo passlega mjúkar.


Uppskrift
2 egg
325gr. púðursykur
170gr. smjörliki (Við stofu hita)
 300gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar
1 bolli rúsínur

Hrærið eggin, púðursykurinn og smjörið saman.

Bætið svo rúsínunum og vanilludropunum saman við..

..og því næst hveitinu og lyftiduftinu.

Setið litlar kúlur með teskeið á plötu.
(gott er að gera minni kúlur og sjá hvort þær renna til).


Bakk við 200°c í ca. 10-12 mín.

 
     
... og þá ættu þær að líta svonna út.

Ég mana ykkur til að prufa þær! það tekur enga stunda að gera þær,ég var í ca. klukkutíma og þá að hrærra og baka þær til samans.. og eins og afi minn sagði mér að það væri lang best  að vera ekkert að vanda sig mikið við að koma þeim samann, bara henda þessu öllu í skál og hrærra! þær eru það einfaldar! ;-)


Takk kærlega fyrir innlitið!

 Gleðileg jól og farsælt komandi ár..
 Sjáumst á nýju ári 2013.
 
 

 Kveðja Jóhanna Eva Gunnarsdóttir
 

 

 


 

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...