Sunday, August 24, 2014

DIY; Hnífapara Skúffa verður að Smádóta HilluÉg keypti þessa einföldu hnífapara skúffu í Góða Hirðinum á 400kr. 

Ég er nokkuð viss um að þessi skúffa sé frá Ikea en ég er samt ekki alveg 100% viss...  

.. en hvað um það, þessi hilla er búinn að vera inní geymslu í smá tíma og ávalt fyrir þegar ég fér þanngað inn eins og svo margt annað sem bíður mín.. en ekki í dag, you lucky drawer or should I call you shelf.
________________________________________


Ég fékk allt í einu hugljómun um hvað ég gæti gert með þessa skúffu, og fór strax í verkið. 

Ég er mikið fyrir hvítt, og náttúrulegan við akkurat núna. Þannig að ég ákvað að reyna pússa upp sem mest og mála hitt. Hitt sem ég ákvað að pússa ekki ákvað ég að mála með hvítu. Hér fyrir ofan er ég bara búinn að grunna tvær umerðir... en ég hef ákveðið halda henni svona þar sem mér finnst þetta minna mig pínu á kalkmálingu, og finnst mér sú áferð nokkuð flott. 

Það sem ég pússaði áðkvað ég svo að bæsa með Mahóni áferð.. og vola! 
Þetta tók mig ca. 1 klukkutíma allt í allt þar sem bæði bæsið og grunnurin er mjög fljótt að þorna, og svo notaði ég juðara til að púsa sem er eitt af mínum uppáhalds þegar ég er að vinna við svonna verkefni.  


Takk fyrir innlitið og endilega skiljið eftir komment... og eða like-ið! :-)

Friday, August 22, 2014

Fallegur fjarsjóður á flóamörkuðum.. og f.l. hálsfestar!Það er hægt að finna margt fallegt á flóamörkuðum eins og í Góða hirðinum = Gh. og svo líka Samhjálp, Rauðakrosinum, ABC barnahjálp og Hjálpræðishernum.. svo líka oft á bílskúrssölum hjá fólki og stundum er líka flott inn á barnalandi.


Ég hef veið að fara í GH. núna upp á síðkastið og hef fundið margt fallegt þar, en ég mæli klárlega með að fara í samhjálp ef þið eruð sérstaklega að finna vinylplötur. 
Síðast þegar ég fór í Samhjálp voru allar plötur á 300kr. alveg sama hvaða plata það er.  En í Gh. er platan aðeins ódýrari en oftast sumar hverjar sjúskaðari og þær "góðu" eftir góða artist-a er einum of mikið okrað finnst mér. Þar sem þessar plötur voru nú hvort sem er gefnar til þeirra finnst oki að setja á plötu allt frá 150-3.000kr, en yfir það finnst mér allt of mikið eins og 10.þús fyrir eina plötu því hún var með Bubba, og ekki einu sinni í góðu ásigkomulagi! en já ég gæti talað og tuðað endalaust um þetta hehe... 

En já, eins og ég segji að þá finnst mér mjög gaman að skoða svona staði, og þeirr sem þekja mig vita að einusinni á tveggja vikna fresti er minnst sem ég fér, stundum fér ég 2-3x í viku og stundum minna, en meina maður gæti allt í einu fundið eithvað sem maður hefur verið að leita af, því ég vil meina að maður finnur alltaf eithvað ;-)_________________________________________________En svona til að sýna ykkur hvað ég hef verið að gera langar mig mjög mikið að gera svona "innlit" færslu og sína ykkur hvernig ég raða mínu og dóttur minnar herbergi upp, og á þeirri færslu myndi ég fara í gegnum það sem ég hef verið að kaupa á flóamörkuðum, og svo kanski fara pínu í hvar ég fékk mína hluti og hvað þeir ca. kostuðu.

Þar sem ég er mikil áhuga manneskja um hvernig eigi að "stíliséra" heimilið sitt á sem ódýrastan hátt, en samt þannig að það endurspeygli hvern og einn í stíl og þörfum hef ég verið að ganni mínu að halda utan um þetta hjá mér smátt og smátt t.d. hvað allt kostar og hvar ég fékk mína hluti.. og er þetta því tilvalið að setja þetta hingað inn þannig að þetta glatist ekki hjá mér sem væri svo sem ekkert ólkíkt mér... fröken skipulögð. 


Eins og núna keypti ég í gær geggjaðan skáp fyrir Dísu mína til að geyma leikföngin sín í og fleyra.. en þar sem ég á eftir að fínpúsa hornið hennar betur mun þetta ekki koma inn alveg strax, en vonandi núna um helgina og eða á næstu dögum.. í vikunni. Þannig að ég mæli með að þið skráið ykkur á email listan sem er hér frekar ofarlega á síðunni til hægri, og þá í hvert skipti sem eithvað nýtt gerist fáið þið póst um það og getið þá skoðað allt þan nýjasta strax.  


_________________________________________________


En svona til að sína ykkur eitthvað, langar mér að sýna ykkur eitt þar sem ég var spurð 6x sinnum í dag hvar ég fékk þetta... 

...... og er þetta eitt st. hálsfesti sem ég gerði í morgun innan við mínútu! 

Mjög einföld festi og í raun bara armband og band. 
 Þetta er t.d eitt af því sem ég hef fundið í Gh. á 30kr. og í raun ekki fyrir svo löngu síðan, en þar sem ég get ekki notað þetta á hendi ákvað ég að geyma það smá og sjá hvort ég gæti ekki notað þetta í eithvað skemtilegt.. sem ég gerði því þetta bjargaði mér ekkert smá mikið í morgun þar sem ég var of sein í skólann. Og þar sem ég og mín óákveðni gat ekki ákveðið hvaða festi ég ætti að nota í dag, (ekki eins og þær seu ekki nógu margar) að þá fannst mér ég bara eiga EKKERT ! þar til ég sá armbandið upp í hillu og band sem ég var að nota um daginn.. og vola!

hér er hún í öllu sýnu veldi, einfaldari en einfalt!
.. svo er auðvitað hægt er að gera þetta við hvaða armband sem er og eða bara sérvestuhringa eða annað skemtilegt, og nota öðrvísi bönd við það eftir vala hvers og einns.


.. og hér kemur svo annað sem ég var að dunda mér við eitt kvöldið.. 
Takk fyrir innlitið.. like-ið og eða skiljið eftir komment ;-)


Wednesday, August 20, 2014

Man Vs. Pinterest


Þar sem ég elska pinterest og DIY verkefni að þá verð ég að viðurkenna að stundum verður maður pínu vonlaus og "piripú" ..(eins og Dísin mín segir) þegar sumt virkar ekki.. og alveg sama hvað sem maður reynir og reynir og googlar og googlar góðar útkomur að þá virkar stundum ekki allt, eins og t.d. með þetta..

..hver hefur ekki reynt við þetta?


þetta lýtur einfalt út, smá sandur og lím, hvað gæti klikkað?

Vinyl plötu fiðrildi.. ég væri alveg til í eitt svonna dúllerí! 


.. ég get allavega sagt ykkur það núna, að skera og eða klippa niður vinyl plötu er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera!.. alveg sama hvort hún sé köld, hituð í ofi og eða í heitu vanti að þá er þetta ógerlegt, ég er búinn að prufa þetta! eina sem ég hef getað gert er skál sem ég reyndar nota mikið, en hvort sem ég sé svonna ótrúlega "heppinn" og góð í vynilplötu föndri að þá virkar þetta ekki hjá mér. En mér er líka alveg sama því þetta skraut er allt gert af hönnuði sem eru búnin að þróa þessar vöru með ákveðinni tækni til að ná út þessum flotta effect!

..já! ég viðurkenni það að ég hef oft og mörgum sinnum reynt að gera hluti sem líta út að vera alls ekkert mál, og stundum takast þeirr eins og með hálsfestina sem ég gerði með óreglulegu þríhyrningunum.. en það tók mig líka langan tíma í að ná að gera þríhyrning sem ég vildi og alveg sama hvað ég googl-aði mikið, að þá gekk ekkert upp nema tilraunir hjá mér og nokkrir stressaðir klukkutímar. 


Mér langar mikið að kynna þeim sem ekki vita um frábæra YouTube channel sem heitir ThreadBanger... "Man Vs. Pin"  en þar er þetta allt tekið fyrir, hin og þessi DIY verkefni sem líta út fyrir að vera einföld og geranleg þar til annað kemur á daginn, og hér er það sýnt vel á svörtu og hvítu á mjög skemtilegann hátt :-)


Hér eru nokkrir þættir sem ég hef sem betur fér horft á áður en ég let til skara skríð! .. og hér kemur svo eithvað sem virkar, ef farið er rétt að..Væri nú alveg til í að prufa þetta fyrir hana Dísu mína.. örugglega mjög skemtilegt á heitum sumardögum :-)Takk fyrir innlitið, og endilega skiljið eftir comment :-)Tuesday, August 19, 2014

Sumarið 2014, smá DYI og MR. Kate!

Sumarið hjá okkru mæðgum er búið að vera æðislegt,  við fórum mikið upp í sumarbúðstað fjölskyldunar, kíktum í fjölskýldu- og húsdýragarðinn, Sólheima þar sem keypt voru tré og blóm, fór í brúðkaup og margt f.l. 


Sólheimar að versla tré og blóm.. 

Mér langar mikið að sýna ykkur nokkar myndir frá sumrinu, og smá föndur sem ég hef verið að bralla við.. auk þess langa mér að kynna þeim sem ekki vita af geggjuðum þáttum á YouTube..

.. en til að byrja langar mér að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu sem er gjörsalmlega æði, og myndbandið ótrúlega flott. En þetta er lagið  All The Pretty Girls með íslensku hljómsveitinni Kaleo og mæli ég eindreigið með því að þið klikkið hér fyrir neðan og hlustið á það meðan þið lesið áfram... .......Sumar 2014Upphluturinn sem ég saumaði á Dísina mína, stærri upphluturinn (5-7 ára) en ég hef ekki ennþá náð að klára minni búninginn (3-5ára) sem er rauður, en það sem eftir er, er bara að festa skrautið, en þar sem það.. millur og f.l. er mjög kostnaðar samt hef ég ekki náð að kaupa í hann, þannig að ég tek við öllum ábendingum um ódýrar millur sem eru til sölu ;-)

Er mikil vinylplötu áhugasafnari.. hér eru nokkrar af þeim sem ég fjárfesti núna í sumar.

.. svo verð ég að láta eina fellega mynd af  Dísinni minni og henni fallegu ömmu minni Jóhönnu sem ég er skírð eftir fylgja með þó svo hún var ekki tekinn núna í sumar, en myndin var tekinn um jólin 2013 ca. tvem mánuðum áður en amma mín kvaddi þennan heim, og er hennar sárt saknað!


En nú langar mér að deila með ykkur frábærum YouTube þáttum sem eru nokkrar mínútur að lengd. 

þeirr eru algjörlega æði fyrir þá sem elska hönnun og DIY verkefni, breyta og gera upp heimili og margt f.l. eins og ég geri. Þessir "þættir" eru frá MR. Kate sem er með áskriftar síðu á YouTube, komnir eru 15 þættir um hana og kærastan hennar, en þau keyptu sér hús sem þau hafa verið að gera upp smá saman, og í hverjum þætti er tekið fyrir eitt herbergi í húsinu og það gert upp.. hægt er að sjá þættina hér! og leita af þáttum sem heita "OMG We Bought A House!"
og svo getið þið auðvitað skoðað alla hina þættina sem þau eru með á sama stað.. 


Hér er fyrsti þátturinn..

En nú kemur að því að ég sýni ykkur smá DIY verkefni sem ég föndraði núna í sumar, ég hef sýnt ykkur eitt verkefni sem ég gerði í sumar, hálsfestina með óreglulegu þríhyrningunum sem ég gerði úr A4 blöðum
En hér er annað verkefni og það er smá hengi sem ég hef gert til að geyma allar hálsfestirnar mínar, en ég á það margar að ég er að verða búinn með allt plás og ekki er það mikið hvort sem er þannig að ég þarf alltaf að reyna finna einhverjar nýjar leiðir til að koma þeim fyrir því ég þoli ekki flæktar hálsfestar og skart!  ..og nú þó svo ég sé kominn með tvenn hengi núna að þá er það ekki nóg fyrir allar mínar festar, en þetta er bara eithvað sem ég verð að fara skoða að hætta kaupa hehe.. :-P

.. en þið hafið alveg örugglega séð eithvað af þessu inn á pinterest eða svonna diy-síðum, en þetta eru allavega mínar útfærslur og vonandi kveikir þetta eitthvað í hönnunar kollinum ykkar og veitir ykkur hugmyndir :-)Friday, August 15, 2014

Necklace made out of paper... Irregular Triangle necklace

Necklace made ​​from A4 sheets of paper .. simple and also very awesome to wear!

I just googled how to make an irregular triangle and was a little while to figure out to do this, but it worked in the end as you can see here.

This might not be the strongest to wear every day and maybe not to go out whit dancing the rain, but I think it's really a nice and slightly different ;-)Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...