Tuesday, April 24, 2012

Einfaldur heimagerður netapoki fyrir baðleikföngin..

Mér langar svo mikið og bara verð að sýna ykkur fína hugmynd til að gera poka fyrir baðleikföngin.. þessir pokar eru nú held ég ekkert svo dýrir í verslunum en þó alveg nó þ.a.s. ef maður á hann nú þegar. Ooog þá er ég að meina ef þú átt netabolinn góða.. sá sem Allir voru í hér fyrir nokkrum árum... ;)

.. en um daginn var ég að taka til í gömlum fötum sem ég hef safnað að mér þá til að "sauma" úr og til að breyta einhvern tíman, og þegar ég var kominn á góðan veg í að henda út og hvað ég ætlaði að eiga áfram að þá fann tvo netaboli sem ég elskaði á sínum tíma... og jamm Guð Nei Takk! ég er ekki að fara fara í svoleiðis aftur.. það þarf allavega Mjög svo Mikið til að það gerist! hehe.. 


.. allavega ég ákvað að sauma úr einum þeirra og þar sem mér vantiði svo mikið eithvað sniðugt undir baðdótið hennar Valdísar að þá sá ég bara þessa fínu lausn um að gera úr þessum fína bol þennan fína poka fyrir allt dótið. 

Og það var nú varla mikil saumaskapur,, bara ein saumur á úthverfu bolsins.. snúa bolnum svo við og hann tilbúinn.

 
.. og ef axlaböndinn eru og þröng fyrir dótið, að þá er bara hægt að klippa smá til (ekki mikið því bolurin vill oft teygjast mjög mikið) og það á ekkert að rakna upp þ.a.s. ef þetta er ekki prjónaður eða heklaður bolur. Eigið góðan dag..

..og takk fyrir innlitið á síðuna. Endileg skiljið eftir smá comment og segið hvað ykkur finnst ;)


No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...