Monday, April 2, 2012

DIY: Blúndukjól, hárband og Pífulak

Um helgina ákvað ég að láta verða af því að skella í eitt st. pífulakk  á "ömmu og afa" rúmið hennar Valdísar minnar..
 ..ég fékk fínt efnið á góðu verði hjá IKEA ca. 3 metra á 995kr. sem ég tel nú bara rosa fínt og svo er efnið líka bara rosa fallegt og litríkt.. fínt t.d í rúmföt og eða eins og eitt pífulak ;)





Ég klipti út 6x 12cm leingjur.. þá er hver leingja 160cmm á leingd þegar búið að er að taka efnið í sundur og 12 á breidd.. 

Svo saumaði ég tvær og tvær samann og rykti.. þannig að það eru tvær stórar leingjur 115 cm á leingd með rykkingunni.. svo tvær litlar á sitt hvorn enda rúmsins.. 55cm með rykkingu.. 

Svo faldaði  ég allt og saumaði á akkurat 115x54cm ferkantaðan bút sem fér þá undir dýnuna.



.. og útkoman er þessi

 .. svo gerði ég smá bangsapoka á rúmið. Ég sá þessa hugmynd einhverstaðar á neitinu og varð bara prufa gera einn :)


Eftir að ég var búinn að gera pífulakið sá ég smá blúndu efnisbút í draslinu mínu sem kallaði svo mikið til mín að ég varð að ég sauma úr honum einn sætan kjól á Dísu mína. 

Ég setti svo tölur á hann í stíl við eitt hárband sem ég gerði í vikunni og þetta passar bara svo fínt samann þegar Valdís mín er í bleikri samfellu og sokkabuxum í stíl við hárbandið innan undir kjólnum.....




***Afsakið allar stafsetninga villur***


No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...