Tuesday, August 19, 2014

Sumarið 2014, smá DYI og MR. Kate!

Sumarið hjá okkru mæðgum er búið að vera æðislegt,  við fórum mikið upp í sumarbúðstað fjölskyldunar, kíktum í fjölskýldu- og húsdýragarðinn, Sólheima þar sem keypt voru tré og blóm, fór í brúðkaup og margt f.l. 


Sólheimar að versla tré og blóm.. 

Mér langar mikið að sýna ykkur nokkar myndir frá sumrinu, og smá föndur sem ég hef verið að bralla við.. auk þess langa mér að kynna þeim sem ekki vita af geggjuðum þáttum á YouTube..

.. en til að byrja langar mér að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu sem er gjörsalmlega æði, og myndbandið ótrúlega flott. En þetta er lagið  All The Pretty Girls með íslensku hljómsveitinni Kaleo og mæli ég eindreigið með því að þið klikkið hér fyrir neðan og hlustið á það meðan þið lesið áfram... 



.......Sumar 2014















Upphluturinn sem ég saumaði á Dísina mína, stærri upphluturinn (5-7 ára) en ég hef ekki ennþá náð að klára minni búninginn (3-5ára) sem er rauður, en það sem eftir er, er bara að festa skrautið, en þar sem það.. millur og f.l. er mjög kostnaðar samt hef ég ekki náð að kaupa í hann, þannig að ég tek við öllum ábendingum um ódýrar millur sem eru til sölu ;-)

Er mikil vinylplötu áhugasafnari.. hér eru nokkrar af þeim sem ég fjárfesti núna í sumar.





.. svo verð ég að láta eina fellega mynd af  Dísinni minni og henni fallegu ömmu minni Jóhönnu sem ég er skírð eftir fylgja með þó svo hún var ekki tekinn núna í sumar, en myndin var tekinn um jólin 2013 ca. tvem mánuðum áður en amma mín kvaddi þennan heim, og er hennar sárt saknað!


En nú langar mér að deila með ykkur frábærum YouTube þáttum sem eru nokkrar mínútur að lengd. 

þeirr eru algjörlega æði fyrir þá sem elska hönnun og DIY verkefni, breyta og gera upp heimili og margt f.l. eins og ég geri. Þessir "þættir" eru frá MR. Kate sem er með áskriftar síðu á YouTube, komnir eru 15 þættir um hana og kærastan hennar, en þau keyptu sér hús sem þau hafa verið að gera upp smá saman, og í hverjum þætti er tekið fyrir eitt herbergi í húsinu og það gert upp.. hægt er að sjá þættina hér! og leita af þáttum sem heita "OMG We Bought A House!"
og svo getið þið auðvitað skoðað alla hina þættina sem þau eru með á sama stað.. 


Hér er fyrsti þátturinn..





En nú kemur að því að ég sýni ykkur smá DIY verkefni sem ég föndraði núna í sumar, ég hef sýnt ykkur eitt verkefni sem ég gerði í sumar, hálsfestina með óreglulegu þríhyrningunum sem ég gerði úr A4 blöðum
En hér er annað verkefni og það er smá hengi sem ég hef gert til að geyma allar hálsfestirnar mínar, en ég á það margar að ég er að verða búinn með allt plás og ekki er það mikið hvort sem er þannig að ég þarf alltaf að reyna finna einhverjar nýjar leiðir til að koma þeim fyrir því ég þoli ekki flæktar hálsfestar og skart!  ..og nú þó svo ég sé kominn með tvenn hengi núna að þá er það ekki nóg fyrir allar mínar festar, en þetta er bara eithvað sem ég verð að fara skoða að hætta kaupa hehe.. :-P

.. en þið hafið alveg örugglega séð eithvað af þessu inn á pinterest eða svonna diy-síðum, en þetta eru allavega mínar útfærslur og vonandi kveikir þetta eitthvað í hönnunar kollinum ykkar og veitir ykkur hugmyndir :-)











No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...