Það er hægt að finna margt fallegt á flóamörkuðum eins og í Góða hirðinum = Gh. og svo líka Samhjálp, Rauðakrosinum, ABC barnahjálp og Hjálpræðishernum.. svo líka oft á bílskúrssölum hjá fólki og stundum er líka flott inn á barnalandi.
Ég hef veið að fara í GH. núna upp á síðkastið og hef fundið margt fallegt þar, en ég mæli klárlega með að fara í samhjálp ef þið eruð sérstaklega að finna vinylplötur.
Síðast þegar ég fór í Samhjálp voru allar plötur á 300kr. alveg sama hvaða plata það er. En í Gh. er platan aðeins ódýrari en oftast sumar hverjar sjúskaðari og þær "góðu" eftir góða artist-a er einum of mikið okrað finnst mér. Þar sem þessar plötur voru nú hvort sem er gefnar til þeirra finnst oki að setja á plötu allt frá 150-3.000kr, en yfir það finnst mér allt of mikið eins og 10.þús fyrir eina plötu því hún var með Bubba, og ekki einu sinni í góðu ásigkomulagi! en já ég gæti talað og tuðað endalaust um þetta hehe...
En já, eins og ég segji að þá finnst mér mjög gaman að skoða svona staði, og þeirr sem þekja mig vita að einusinni á tveggja vikna fresti er minnst sem ég fér, stundum fér ég 2-3x í viku og stundum minna, en meina maður gæti allt í einu fundið eithvað sem maður hefur verið að leita af, því ég vil meina að maður finnur alltaf eithvað ;-)
_________________________________________________
En svona til að sýna ykkur hvað ég hef verið að gera langar mig mjög mikið að gera svona "innlit" færslu og sína ykkur hvernig ég raða mínu og dóttur minnar herbergi upp, og á þeirri færslu myndi ég fara í gegnum það sem ég hef verið að kaupa á flóamörkuðum, og svo kanski fara pínu í hvar ég fékk mína hluti og hvað þeir ca. kostuðu.
Þar sem ég er mikil áhuga manneskja um hvernig eigi að "stíliséra" heimilið sitt á sem ódýrastan hátt, en samt þannig að það endurspeygli hvern og einn í stíl og þörfum hef ég verið að ganni mínu að halda utan um þetta hjá mér smátt og smátt t.d. hvað allt kostar og hvar ég fékk mína hluti.. og er þetta því tilvalið að setja þetta hingað inn þannig að þetta glatist ekki hjá mér sem væri svo sem ekkert ólkíkt mér... fröken skipulögð.
Eins og núna keypti ég í gær geggjaðan skáp fyrir Dísu mína til að geyma leikföngin sín í og fleyra.. en þar sem ég á eftir að fínpúsa hornið hennar betur mun þetta ekki koma inn alveg strax, en vonandi núna um helgina og eða á næstu dögum.. í vikunni. Þannig að ég mæli með að þið skráið ykkur á email listan sem er hér frekar ofarlega á síðunni til hægri, og þá í hvert skipti sem eithvað nýtt gerist fáið þið póst um það og getið þá skoðað allt þan nýjasta strax.
_________________________________________________
En svona til að sína ykkur eitthvað, langar mér að sýna ykkur eitt þar sem ég var spurð 6x sinnum í dag hvar ég fékk þetta...
...... og er þetta eitt st. hálsfesti sem ég gerði í morgun innan við mínútu!
Mjög einföld festi og í raun bara armband og band.
Þetta er t.d eitt af því sem ég hef fundið í Gh. á 30kr. og í raun ekki fyrir svo löngu síðan, en þar sem ég get ekki notað þetta á hendi ákvað ég að geyma það smá og sjá hvort ég gæti ekki notað þetta í eithvað skemtilegt.. sem ég gerði því þetta bjargaði mér ekkert smá mikið í morgun þar sem ég var of sein í skólann. Og þar sem ég og mín óákveðni gat ekki ákveðið hvaða festi ég ætti að nota í dag, (ekki eins og þær seu ekki nógu margar) að þá fannst mér ég bara eiga EKKERT ! þar til ég sá armbandið upp í hillu og band sem ég var að nota um daginn.. og vola!
hér er hún í öllu sýnu veldi, einfaldari en einfalt!
.. svo er auðvitað hægt er að gera þetta við hvaða armband sem er og eða bara sérvestuhringa eða annað skemtilegt, og nota öðrvísi bönd við það eftir vala hvers og einns.
.. og hér kemur svo annað sem ég var að dunda mér við eitt kvöldið..
Takk fyrir innlitið.. like-ið og eða skiljið eftir komment ;-)