Saturday, July 6, 2013

DIY; Closet Makeover 2! og litakassi föndraður....





Jæja hér er ég kominn aftur með færslu um fataskápin minn þar sem mér fannst vanta eithvað á hann eins og einn sætan spegil.

Ég leitaði á netinu eftir fínum speglum sem gætu passað og fann í Ikea flotan venjulegan spegil þannig að ég brunaði þanngað í snatri (auðvitað á löglegum hraða) og verslaði mér þennan fína spegil sem passaði svo fínt á skápin.. þar næst fannst mér meira vanta, og svo fannst mér líka spegilin minn ekki nógu fastur og "Dísuvæn" þannig að ég brunaði á næsta stað sem var Byko og þar fékk ég þessa fínu skrautlista sem ég setti í kringum spegilin. 


Skápurin var svonna fyrst þegar ég fékk hann... 


Ég tók hann þá strax í gegn sem var fyrir nokrum vikum og þá varð hann svonna.. hægt að sjá hér!



 



Og núnna og þá í síðasta skiptið ;-) varð ég að laga hann enþá meira, og þetta er útkoman..



Ofan á skápnum eru tveir föndurkassar með öllu föndurdótinu okkar Dísu og svo er saumataskan mín þessi svarta. Svo eins og þið sjáið eru tvær gamlar saumavélar.. önnur þeirra Elna (þessi græna) er ca.50+ ára og hún virkar enþá! hinn er aftur á móti mín fyrsta saumavél sem var jólagjöf frá ömmu minni og afa þegar ég var 5 ára :-) 

 

Hér lét ég snaga inní aðra hurðina og svo perluhöldur á allar skúffurnar... (þessar litu eru Tiger eye perlur og þessar stóru grænu í miðjuni eru Jaði).









Þessi listar sem ég keypi eru úr plasti og kosta alls ekki mikið.. alveg frá 300kr og uppúr. 
Ég ákvað að fá mér tvo saman í pakka á 700kr. og einn listi er 2 metrar á lengd.







Það er mjög einfalt að saga þessa lista í horn og hér nota ég fína sög (alls ekki grófa!) og einhverskonar tré stokk sem ég fékk lánaðan úr bílskurnum hans pabba, en best er að notast við gráðusög, en ef slík sög er ekki fyrir hendi kemur er líka gott að nota bakksög.  






Ég mældi út akkurat hvað ég þurfti langa lista, sagaði þá, og límdi þá svo með sérstökku srautlista lími. Ég notaði svo fínu sauma títuprjónana mína til að halda listunum á sínum stað á meðan límið þornaði. 

 

Næst grunnaði ég þá með sama grunni og ég sétti á skápin, málaði þá svo með líka með sömu málingu. Svo lakkaði ég yfir allt með parketlakki.


 


Sumarið er annars komið eins og flest allir vita en því miður er veðrið ekki alveg farið að fatta það og ekki mikið hæt að gera úti nema veri í pollafötum dagin inn og út og það orðið leiðinlegt til leingdar, þannig að við Valdsí mín erum búnar að vera föndra og leika mikið inni síðustu daga, og hér er t.d. eitt af því sem við föndrðum í dag.. litakassi sem áður var skókassi.









Takk fyrir innlitið og eigið frábæran dag!

 Kveðja.. mæðgurnar :-)

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...