Ég fékk gamlan en fínan fataskáp gefins um daginn sem var akkurat eins og mig vantaði.. með slá, skúffum og hillum.
Ég auðvitað mjög ánægð þar sem þessi skápur fæst í Rúmfatalagerinum og kostar einhvað í kringum 16.þús. isl. sem er kanski ekki mikið fyrir suma en þá allavega eithvað fyrir aðra.
Þessi skápur var því miður (fyrir mig) beyki litaður en ég vildi helst hafa hann hvítan þar sem ég er nú þegar með allt hvít í svefnherberginu t.d. rúmið hennar Dísu, fatakommóðan hennar, hillur og náttborðið mitt.
Hér að ofan er ég búinn að grunna skápinn 2x umferðir.. og svo mála með hvítri lakkmálingu 1x umferð.
Ég fór allt í allt þrjár umferðir með lakmálingunni yfir skápin, en venjulega hef ég farið bara 2x umferðir ef hluturinn er grunnaður vel.
Hér er ég að nota nýja málingu en ekki sá sem ég er vön að nota.
Hér er svo skápurinn tilbúinn
Mér
fanst svo höldurnar á honum ekki flottar því miður, þannig ég ætlaði í
fyrstu að reyna finna einhverjar aðrar sem myndu passa, en engar sem mér
fannst flottar pössuðu akkurat í götin þannig að ég ákvað bara gera
mínar eigin með perlum eins og ég hef séð marga gera..
Litlu
perlurnar sem ég nota eru Tiger eye steinar og þær stóru grænu eru
Jaði.. ég googlaði smá um þessa steina og þeirr eiga víst að vera mjög
góðir í próf ... og já, ég prufaði það og náði báðum fögunum í sumarskólanum, hvort sem það sé perlunum að þakka eða hversu gáfuð ég sé er annað mál ;-)
Ég nota svo líka trékúlur sem mamma átti og hún var meira en tilbúinn til að láta mig hafa þær :-)
Smá auka:
Fróðleikur um Tiger eye steina og smá um Jaða líka..
Tígrisauga: Eykur jarðtengingu og getur örvað kundalini orkuna. Verndarsteinar gegn illum öflum. Fær þig til að sjá þínar raunverulegur þarfir, örvar sköpunargáfuna og eykur sköpunargleði, góð fyrir augu, bein
og æxlunarfæri. Öflugur steinn sem eykur sjálfstraust og er
góður að hafa með á fundi og í próf.
Tiger´s eye: Is grounding and is stimulating to the kundalini energy. Was used as a protection against ill will. It makes you see what you really need, promotes creativity and heals the reproductive system, bones and aids night vision.
Jaði: finnst í mörgum litum en er oftast grænn. Græni litur jaðans tengist inn á tilfinningarnar og inn á hjartastöðina eins og aðrir grænir steinar gera líka. Jaði tengist heppni í ástum og veitir meiri kærleika inn og bægir neikvæðninni frá. Gott er að hafa jaða í vasanum þegar það þarf að taka skjótar og réttar ákvarðanir og svo er jaði talinn góður steinn til að auka frjósemi.
Takk æðislega fyrir innlitið.. og ég veit ég hef ekki verið nógu dugleg að setja inn nýjar færslur, en þær koma, og ef þið viljið fá að vita strax og þegar næsta færsla kemur er hægt á skrá sig á póstlitan hér hægra meigin á síðunni og þá fáð þið póst strax og ný færsla er kominn inn.
Svo er líka hægt að fylgjast með Facebook síðunni :-)
No comments:
Post a Comment