Ég ákvað að prufa klóra (bleach-a) hlýrabol um daginn þar sem ég hef í raun aldrei í alvöru prufað að klór-a föt áður nema bara í einhverju skólaverkefni fyrir mörgum árum.
En jamm þetta er annars rosalega idiot prof og það eina sem þarf eða það sem ég notaði var:
- Flíkin auðvitað
- Klór
- Hanska
- Vaskafat (bala, skál)
- Gúmí teygjur
- Þvottaefni
- Vatn
Aðferð:
2. Ég byrjaði svo að setja smá kór í vaskafatið og smá vant.. ca. 1/2 dl af klóri (jafnvel minna og setja þá bara meira ef þarf) og 1-2 dl. af vatni.
3. Ég setti svo teygjur og hnúta á bolin þar sem ég vildi klóra hann og dýfði þeim hlutum ofaní eitt í einu.. (því meira og oftar sem ég dýfði bolnum í klórið og líka því meira sem klórið er undið úr efninu því meira fér liturinn úr).
4. Þar næst skolaði ég bolin upp í volgu vanti og svo þvottaefni.
5. Hengdi svo bolin upp til þerris og vol'a nýr bolur kominn .
Og hér fyrir neðan kemur svo útkoman..
Annað sem hægt er að prufa þegar maður er að klóra föt að það er að spreyja klórinu á efni með því að setja smá klór og vatn í spreybrúsa og nota skapalón undir til að fá flottar myndir.. svo er líka hægt að fá klórpenna út í búð og þá teiknar maður bara á flíkina t.d. einhver munstur og eða skrifar eithvað flott eins og þið sjáið hér á myndunum fyrir neðan...
Hér er klórið spreyjað á flíkina.
Ath. mismunandi áferð af litum koma í efnið.. allt fer eftir gæðum flíkarina og framleiðslu við upprunalega litun.
Takk fyrir innlitið.. og eigið frábæra daga þar til næst ;-)
Kveðja..
No comments:
Post a Comment