Ég var að fjárfesta í nýjum bílstól handa Dísu minni um daginn þar sem ungbarna bílstólinn var orðinn allt of lítill..
.. og þessi fíni Graco Cosmic Comfort S varð fyrir valinu :)
Þar sem hann er nýr og æðislega flottur ákvað ég að leika mér sauma annað hlífðar áklæði ofan á það áklæði sem er á stólnum nú þegar til að verja það.. og svo til að gera stólinn pínu stelpu ;)
Ég notaði bara þau efni sem ég átti og tóks þetta bara ágætlega ef ég segi sjálf frá.. allavega miða við þau saumavéla gæði sem er hjá manni nú að dögum :Þ
Ég saumaði hlíf undir til að sporna því að rusla og annað fari rkki þarna niður og svo það sjáist ekki í svampinn....
Ekket rusl kemst hér ofaní ;)
.. hér er sýnt hvernig áklæðið er fest á stólinn..
en jamm.. þetta er svonna það eina sem ég er bara búinn að vera dunda mér við núnna síðustu daga.
En annað svonna rétt í lokinn.. mér langar svo mikið til að benda þá sem ekki vita nú þegar að CraftZine á YouTube að skoða allt sem þar er að bjóða upp á.. ég hef verið að missa mig í að horfa á allt þarna aftur og aftur, of aftur hehe.. og ég mæli svo innilega með því að þið skoðið þessi video, þar er allavega fullt af skemtilegu hlutum til að búa til og gera fallegt með.
Takk fyrir innlitið..
.. og endilega látið eftir ykkur smá comment hér að neðan :)
(Comment dæmið hér á síðunni hefur víst verið í einhverju ólagi undanfarið en er komið í lag núnna).
Úú þetta er geggjuð hugmynd!! Þyrfti eiginlega að sjá þetta hjá þér og fá snið hjá þér ef þú átt. Bjarni minn á einmitt alveg eins stól og Valdís þín og mér finnst þetta brillant hugmynd :)
ReplyDeleteKv. Sandra (ungbarnasundskennari) ;)
Endilega! þetta ver stólinn mjög mikið þó svo að þetta sé eiginlega bara á setunni :)
Delete..svo þurfum við Valdís að fara koma í sund aftur! ;)