Sunday, February 24, 2013

Nýtt! DIY; Lauk geymslubox ---> Síma geymslubox...


Jæja þá er komin tími á nýjan "post"

Ég ætla alltaf að vera svo rosalega dugleg að setja eithvað nýtt hingað inná.. en þar sem ég er alltaf á fullu í skólanum nú til dags að þá hefur tíminn hjá mér verið mjög svo þétt setinn af heimalærdómi! keira á milli Reykjavíkurs og Hveragerði, heimilis- og foreldra verkum.. og svo auðvitað að leika við litlu blómarósina mína.


  
*************************


 Ég fann þetta fína box/hillu.. (ekki alveg viss hvað þetta er)  í Gh. núnna um daginn og það kostaði bara 250kr. sem mér finnst nú ekkert svo mikið miða við hvað mikið þarna kostar nú til dags..


 
Fyrir breytingu...
 Eftir breytingu.. 

Um leið og ég kom heim fór að googl-a hvað þetta á að vera notað fyrir þar sem ég er nú alls ekkert svo sleip í þýskunni og líka þó svo að ég var með ákveðna hugmynd að þetta væri brosandi laukar dansandi þarna í kringum stafina að þá varð ég að vera viss og fann það út að þetta á að vera einhvers konar geymsla fyrir lauka.
 Og ekki er ég að fara geyma mína lauka þarna þar sem þeir eiga nú fyrir fínan stað á mínu heimili, og líka þar sem ég sá miklu betri möguleika og not fyrir þetta box þegar ég keypti það, og það var að geyma síman minn meðan hann væri í hleðslu og annað dót teingt honum.

Ég ákvað að mála boxið upp á nýtt þar sem það stóð með stórum stöfum "ZWIEBELN" (laukur) á boxinu og svo voru þessir fínu brosandi laukar þar í kring... 

..ekki að það ver eithvað "ljótt" ( jú kanski pínu) að þá var það orðið mjög ílla farið og svo var það alveg við það að brotna þannig að ég varð að líma það smá samann áður en ég fór í meiri breytingar.

 

Ég byrjaði fyrst að öllu á því að þrífa það og líma það samann með tré lími. Svo pússaði ég það með fínum sandpappír eftir að límið var orðið alveg þurt... 

 
  
*********************************** Svo málaði ég það með grunnmálingu.

 ..og því næst með hvítri lakkmálingu.

 Og ég er bara nokkuð sátt með útkomuna... Takk fyrir innlitið!No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...