Tuesday, October 27, 2015

DIY; Úti haustskreyting fyrir núl krónur


Úti haustskreyting fyrir núl krónur sem er svo auðveld lega hægt að breyta í jólaskreytingu þegar nær dregur að jólum.Þessi skreyting mín kostaði mig NúL krónur .. en ég átti blómapottin fyrir og svo náði ég að blikka út úr pabba tréspíturnar, en það væri auðveldlega hægt að nota trégreinar eða álíka í þetta föndur ef vilji er fyrir og til að halda kostnaði algjörlega niðri.

Eina sem ég notaði í þetta var .. blómapottur, tréspýtur, lím, skúfur, grjót og rauð fuglaber.

Til að búa til tréð mældi ég og sagaði út 4x misslangar spýtur. 


Boraði göt fyrir skrúfurnar og límdi smá trélím undir hverja spýtu þannig allt yrði vel fast.


 

 Festi tvær litlar spýtur neðst til að grjótið myndi festa tréð betur ofan í blómapottinum.Hér var ég svo búinn að festa tréð og skreytta með nokkrum rauðum fugla berum.

Takk fyrir innlitið og vonandi veitir þetta einhverjum innblástur að einhverju skemtilegu. 


No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...