Sunday, September 13, 2015

DIY: Bókahilla og gömul teiknimyndablöð frá 1970-1986


Það er búið að gerast mikið og margt hjá okkur mæðgum síðustu vikur og mánuði.. flutningar í bæinn, afmæli.. tvö meira segja, eitt tveggja ára hjá Bjarna Sólberg og eitt 4 ára hjá Valdísi, svo líka aðlögun á nýjum leikskóla og fullt meira.

Þó það er búið að vera mikið að gera að þá verð ég alltaf að gera eithvað meira.. föndra eða gera eithvað sem ég fæ algjöra útrás fyrir, og í þessu öllu hef ég verð núna síðustu viku að gera upp litla bókahillu sem ég fékk gefins inná bland og ákvað að leika mér smá með. Ég notaði hér í þetta verkefni gömul teiknimyndablöð frá 1970-1986 og gamlar barnabækur sem ég fann og keypti á 25kr. stk. í Nytjamarkaðinum ABC sem er í Víkurhvarfi 2, æðislegur staður og alltaf eithvað sniðugt hægt að finna þar.


Myndirnar sína í raun allt.. en hér er smá um það hvernig ég fór að og hvaða málingu og lím ég notaði.

Ég grunnaði hilluna alla með hvítum grunni og lét það í raun bara nægja allsstaðar nema bakið málaði ég gult. 

Svo lagðist ég í smá föndur vinnu við að lesa og klippa út úr blöðunum og bókunum.. notaði svo veggfóðurlím og veggfóðraði hliðarnar inní hillunni og nokkrar hillur, aðrar hillur bæsaði ég með tekk lituðu bæsi og fæturnar einnig.. og það síðasta sem ég gerði var að lakkaði ég yfir allt saman með alveg glæru lakki nr. 80, fór ca. 3-4 ferðir yfir þar sem blöðun vor en bara 2x utan á hilluna.


Byrjað á því að grunna.... 
pínu föndur og dúllerí... 


Veggfóður lím sem er tilbúið til notkunar s.s. ekkert vesen sem þar að blanda. Keypt í Byko.


Í bláu dolluni er grunnur sem ég keypti einnig í Byko.. heill dolla (1 líter) dugaði vel yfir alla hilluna og meira til. lakka síðustu umferðirnar.... 


Gulu málinguna og lakkið keypti ég líka í Byko.......og hér er hún tilbúinn!


Sátt og glöð með nýju hilluna sínaTakk fyrir innlitið og vonandi veitir þetta öllum innblástur og ánægju.

Með kveðju... 

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...