Tuesday, March 10, 2015

Lítið fata ''herbergi'' DIY!







Það er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið og ég alls ekki dugleg að setja hér inn færslur, en eins og flestir vita að þá koma þær bara þegar þær koma. En ég er búinn að vera upptekin á námskeið, finna mér atvinnu/starfsnáma og fleyra eins og að gjörsamlega gera herbergið mitt fokhelt 

Ég tók parketið alveg út og það fór beint uppá hauga þar sem það var þegar ónýtt eftir suðurlandsjarðskjálftan 2008 en þá komu smá skemdir í það sem urðu alltaf stærri og meiri með tímanum, en ég semsagt tók það allt af.. eða réttara sagt pabbi tók það allt af og ég svo áhvað svo bara að mála það (með gólfmálingu auðvitað).. hvítri! sem kom mér merkilega á óvart þá hversu ódýrt það var og auðvelt og líka miklu flottara! 

Herbergið er ca. 20 fermetrar og máling á það s.s. 3x umferðir með smá kítti fyrir smá skemdir á gólfinu og terpentínu var þetta að kosta ca. 10.000kr! vel sloppið finnst mér :-)

Ég ákvað svo líka í smeingu við mömmu að ég þyrfti að fá mér stærri fataskáp/hirslu þar sem elsku fataskápurin minn sem ég gerði upp fyrir norkum árum (hægt að sjá hér).. var orðin alltf og lítill! og í alvörutalað að þá var hann að springa! bakið var að detta úr honum og hann allur að gliðna í sundur því miður fyrir mig því ég setti svo mikla ást í hann...  

.. en ég bjó mér þá bara til skáp og ákvað að hafa þennan miklu stærri og nýta sem mest af plási í herberginu og hægt var. Pabbi smíðaði hann úr timburspítum sem voru 4,5ca x 4,5cm þykkar.. veggplötum og svo finpúsaði ég hann með smá máling, tjald og ikea hillum ( á eftir að setja lista sem fara í hurðargatið, en það kemur seinna). Ég keypti fataslá hjá ikea á 100kr sem á að vera gardýnistöng (umbúðalaust) gardýnu á 400kr (umbúðalaust) og svo notaði ég elsku gamla skápinn minn í smá hilluefni efst í fataherbergið mitt.. finnst mikli skemtilegra að kalla þetta fataherbergi heldur en skáp þó þetta sé nokkurvegin skápur /wanabe/ herbergi ;-) 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af Snapchatinu mínu.. já var að fá mér svoleiðis, kann lítið á þetta en þetta lærist eins og svo margt annað, en fyrir þá sem vilja að þá er snapið mitt johannaeva en þar er ég svona að taka myndir af því sem ég er að gera, föndra og daglegu lífi eins og flest allir líka og reyna læra inná þetta á sama tíma :-)

Ég ætla svo seinna að taka betri myndir af fata "herberginu" mínu þegar það er alveg 100% tilbúið og svo kanski nokkrar af herberginu öllu þegar ég hef komið mér og Dísinni minni aðeins meira fyrir :-)







Takk fyrir innlitið og þér er velkomið að deila með öðrum til innblásturs og ánægju


Kveðja Jóhanna Eva 


No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...