Saturday, September 7, 2013

DIY; Children Kitchen! ---> Heimagert Barnaeldhús!
Það er kominn dágóður tími síðan ég gerði nýja færslu þar sem ég hef ekki haft neinn einasta tíma til að setja eitthvað inn, skólinn er byrjaður á fullu og svo er ég t.d. líka að fara byrja á barnaupphluts námsekiði núnna strax eftir helgi þannig að ég verð eflaust lítið hér inni fram að jólum, en ég ætla þó reyna vera dugleg að setja inn allavega myndir af því sem ég hef verið að dunda mér að síðustu vikur og líka það sem framunda er.

En ástæða þess að ég verð að setja inn eina núnna er vegna þess að Dísa mín verður 2 ára á morgun, og í tilefni að því hef ég verið að vinna í afmælisgjöfinni hennar síðustu þrjár vikur sem er lítið eldhús, og mér langar svo að sýna ykkur það þannig að  hér fyrir neðan eru myndir af því og ferlinu í grófum dráttum og svo líka listi hvar ég fékk allt efnið í það :-) 
á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig það var áður en ég byrjaði, eina sem ég var búinn að gera var að saga út í hornin á bakinu/plötunni...Efni: 
 
Eins og sést keypti ég lítið furu náttborð í Góða hirðinum á 1.000kr. og svo fann ég líka ýmist annað eins og "vaskin", sem er bara lítil stál skál á 200kr. ég keypti svo líka diska mottur sem ég nota sem hellur og fékk þær á 150kr.
Kraninn er hilluberi úr Ikea sem ég átti fyrir og svo er hnúðurinn sem er á honum upprunalega af náttborðs skúffunni.

Platan/ bakið sem ég málaði krítartöfluna átti ég fyrir en þetta er bara vejulega furu plata sem áður var hilla. Skrautið sem er hér á mynd fyrir ofan var servíettuhaldari en ég tók hann í sundur og festi miðjuhlutan af honum framan á eldhúsið og skrifaði upphafsstafina hennar Dísu minnar á hana.. og svo festi ég hina hlutina á hliðarnar eins og sést hér á myndinni fyrir neðan. 
Góði hirðirinn ---> 50k.

 

Ég ákvað eftir smá pælingu að mála inní raufina á skúffunni appelsínugult.. og ég er bara nokkuð sátt og ánægð með útkomuna :-) 


Hér er er ég búinn að mála krítarmálingu aftan á plötuna.. á myndinni hér fyrir ofan séts hvernig krítar máling ég nota, en það er hægt að fá alla liti af þessari málingu þar sem hún er bara blönduð á staðnum.. en mér fanst svartur vera best þar sem allir litir af kríts sjást á honum.Á myndinni hér fyrir ofan er handfang sem á í raun að festast á skáphurðar t.d. og svo "S" krókar sem ég ætlaði að nota til að heingja upp elghúsáhöldin, þetta kostaði innan500kr. í Byko, eitt stk. handfang og 4x "S" krókar, en mér fanst þetta eithvað svo klossalegt þessir krókar (passar vel og ekkert athugavert við þetta fyrir utan mína smámunar semi) þannig að ég fann um síðustu helgi í Ikea handfang og króka sem ég gat sett uppá handfangið sem sést á myndinni fyrir neðan og þar séts líka hvað þetta er miklu flottari en "S" krókarnir! þannig að ég varð að skipta um handfang og króka ;-)

Hér fyrir ofan er ég að teikna ég skraut stafi "Menu" fyrir ofan krítartöfluna með mjóum svörtum tússpenna sem hefur þann eiginlega að smitast ekki út um allt þegar ég lakkaði yfir, og svo sést líka þegar ég var búinn að skrifa upphafsstafina hennar Dísu minnar V M Í B ---> Valdís Margrét Íva Benónýsdóttir :-)Myndin fyrir ofan vaskin fann ég á netinu.. en mér fanst hún passa svo hrikalega vel við Dísu mína þegar hún er að skruddast, rammin átti mamma en hún gaf mér hann, þannig að ég málaði hann bara, seti myndina í hann og límdi hann svo fastan á eldhúsið með límbyssu.


Það sem ég nota til að kveikja/slökva á krananum er spýta sem ég fékk í Byko og á að vera notuð til að hræra í málningu,en ég sagaði hana í tvennt og límdi svo bútana saman þannig að hún yrði þykkari, svo bara málaði ég hana í sama lit og kranan.- Skarutlistarnir og handfangið á skúffuni fékk ég í Byko ca. 1.100kr saman og í því voru skrautlistarnir dýrari.

- Hnúðarnir 3x sem ég nota fyrir slökkva/keikja takka fyrir hellurnar fékk ég í Húsasmiðjunni ca.1.200kr stk. og þeirr voru það dýrasta af öllu sem ég keypti fyrir utan krítarmálinguna.

Samtals er ég kominn í ca. 7.000kr.  ef ég tel allt með..

- Hvíta málingin átti ég fyrir, en appelsínugula keypti ég í Byko á tilboði þar sem það var búið að blanda hana fyrir einhvern en sá hafði hætt við þannig að Byko setti hana á akkurat 1.535kr. í stað 3.799kr. og ég tel það alveg vel sloppið miða við að ég á alveg heilan helling eftir, eins með krítarmálingin sem ég keypti í Húsasmiðjunni á 3.000.. og eithvað.. (man ekki 100%hvað hún kostaði) en það er eins með hana og appelsínugula að ég notaði lítið sem ekkert af þeim og á þá hellings afgang til að nýta í annað skemtilegt verkefni ;-)


Tjaldið og svuntan sem sést hér fyrir ofan saumaði ég sjálf en þetta er gamalt efni sem mamma fékk frá langömmu minni og átti að fara í suntu á mömmu þegar hún var lítil en því miður varð aldrei úr Því þannig að ég, sem er nú að læra klæðskerann ákvað auðvitað að sauma loksings svuntuna og nota svo afgangin í tjald/gardýnu á eldhúsið, og svo passaði þetta líka svo hrikalega vel saman ---> s.s. litirnir í því við eldhúsið ;-)


ég vona bara í Dísa mín eigi eftir að vera eins ánægð og ég með eldhúsið sitt þegar hún fær það á morgun, ég gæti allavega ekki verið ánægðara með útkomuna, og Vá hvað þetta var gaman! þetta tók smá tíma en það var alveg þess virði og í raun mjög einfalt að gera þ.a.s. ef maður er með verkfærin sem ég þakka pabba mikið fyrir! :-)

En ég þakka innlitið hér á síðuna og vonandi munu f.l. reyna þetta fína verkefni. 
Takk fyrir mig í bili.. en ég ætla núnna að fara baka fyrir afmælið sem haldið verður á morgun.. en það mikil speningur fyrir það í litu blómarósinni minni :-)1 comment:

  1. Vá hvað þetta er flott hjá þér frænka, smáatriðin gera ekkert smá mikið fyrir eldhúsið :)

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...