Ég ákvað að láta að því og ætla ég nú loks að bjóða lesendum mínum í smá ''skrifstofu'' heimsókn.
Ég myndi lýsa mínum stíl nokkuð gamaldags í bland við allskonar stíla. Þetta er kanski bara nútímalega íslenskur gamaldags stíl eða eitthvað bland í poka.
.. ég er sem sagt nýlega búinn að breyta hjá mér og gera lítið fataherbergi/-skáp fyrir fötin mín og var nú loksing að ljúka við að setja lista sitt hvoru meigin í hurðaropið.
Hér er ég að saga listana til, en listana fékk ég í byko á ca.400kr. meterinn. Ég festi svo listana með litlum nöglum og málaði svo listana með hvítri málingu sem ég átti til.
Kjóll sem ég saumaði fyrir Unglist 2013, hægt að sjá betur hér.
Gamalt borð sem afi minn smíðaði þegar hann var um 7-9 ára gamall. Borðið er samkvæmt því sem ég best veit um 70 ára gamalt.