Tuesday, October 27, 2015

DIY; Úti haustskreyting fyrir núl krónur


Úti haustskreyting fyrir núl krónur sem er svo auðveld lega hægt að breyta í jólaskreytingu þegar nær dregur að jólum.



Þessi skreyting mín kostaði mig NúL krónur .. en ég átti blómapottin fyrir og svo náði ég að blikka út úr pabba tréspíturnar, en það væri auðveldlega hægt að nota trégreinar eða álíka í þetta föndur ef vilji er fyrir og til að halda kostnaði algjörlega niðri.

Eina sem ég notaði í þetta var .. blómapottur, tréspýtur, lím, skúfur, grjót og rauð fuglaber.





Til að búa til tréð mældi ég og sagaði út 4x misslangar spýtur. 


Boraði göt fyrir skrúfurnar og límdi smá trélím undir hverja spýtu þannig allt yrði vel fast.


 

 Festi tvær litlar spýtur neðst til að grjótið myndi festa tréð betur ofan í blómapottinum.



Hér var ég svo búinn að festa tréð og skreytta með nokkrum rauðum fugla berum.









Takk fyrir innlitið og vonandi veitir þetta einhverjum innblástur að einhverju skemtilegu. 


Sunday, October 11, 2015

Diy: Glugga skreytingar.. blóm.. trékassi og minnimalíkskar lífstíls pælingar


Við mæðgur vorum að flytja fyrir 2 mánuðum og vá hvað maður hefur safnað að sér miklu drasli! ég er núna öll loksings að fara sjá hvað allt þetta drasl sem maður er búinn að vera safna að sér í gegnum árin hefur ekkert svo góð áhrif á mann og þá meina ég allt þetta óþarfa drasl, tvent af þessu og 4x af hinu. 

Ég er búinn að vera lesa mér mikið til um minimalískan lífstíl og svona reyna að tileinka mér hann og fínpússa inní mitt líf smá saman. Ég er reyndar búinn að vera nokkuð lengi að þessu og pæla mikið. Íbúðin sem við búum í er ekkert svaka stór en nógu stór samt sem áður. Eldhúsið og stofan er saman sem er fínt en það er ekki mikið skápapláss í elshúsinu og lítið eða í raun ekkert borðpláss. Tvö herbergi, forstofa, klósett og.. reyndar.. mjög stór geymsla/þvotta hús. 

Allt er orðið fullt! nema kanski svefnherbergin. Geymslan er eins og tifandi tíma spreyngja og guð minn almáttugur.. það á mikið meira dót á eftir að fara þanngað inn. Ég á helling hjá mömmu og pabba og líka í geymslunni hjá bróður mínum.. dæss! ég á alvega 2x til 3x jólaskraut kassa hjá bróður mínum, jólatré, sjónvarpsskáp, antík svafnbekk (ný bólstraður og geggjað flottur þó ég segi sjálf frá.. en hvar á ég að koma honum fyrir?) og margt fleyra.

Hjá foreldrum mínum á ég gamalt skrifborð sem afi minn heitinn átti, skrifborðsstól, rúmgafl og helling af allskonar drasli. 

Ég var um daginn að reyna komast yfir allt þetta dót mitt hjá foreldrum mínu þar sem þau eru að breyta og bæta hjá sér og þurfa fá þetta allt út, já ég er flutt þannig allt dótið verður víst að fylgja með.. ohhh.. saman safn af allskonar síðustu 10.. 25 árinn.

En þetta er allt að koma og ég hef ákveðið þó ég sé geggjað mikið jólabarn að þá ætla ég að minnka allt þetta jólaskraut mitt um allavega 30-40% sem samsvarar ca. 1-2x kössum.. já ég get þetta reyni ég að telja mig í trú um. Ég er allavega búinn að hafa um 2x mánuði til að hugsa þetta og venja mig við.. enga miskun! barnadótið verður líka farið í gegnum, eldhúsið og fleyra.. 2x til 3x rúmföt til dæmis er nóg í stað 7x. Það sem ég hins vegar ætla láta bíða með eru fötinn mín.. hef ekki enþá fengið mig í að hugsa um að láta eithvað af þeim fara, en það kemur.. vonandi, kanski ;-)


Í tiltekt minni hjá mömmu og pabba fann þennan trékassa sem ég var búinn að gleyma að ég ætti... Já margt sem ég mann ekki og veit ekkert hvað ég á..  en ég sem ljómaði yfir þessum "fjárjóð" því mig hefur vantað eithvað föndur og eithvað til að nota í eldhúsinu.. þannig að ég ákvað að kippa honum með til Rvk og breyta og hér er útkoman. 




Ég grunnaði allann kassan með hvítum grunni og skrifaði svo með sérstökum svörtum túss stafina.. lakkaði svo með glæru lakki nr. 80 




DIY ferlið fór inná Snapchat-ið mitt en ég er þar farinn að setja inn allt ferlið þegar ég er að gera upp hluti að hverju sinni. Þannig að allir sem vilja fylgjast með DIY verkefnum mínum í beinni geta fylgst með mér á snapchat-inu mínu sem er johannaeva... En ég get samt ekki sagt að það sé alltaf mikið að gerast þar og fullt af snappi.. en þegar þau koma þá eru þau æði ;-)



En á spappinu mínu mun ég kanski líka koma með einhver ráð sem hafa hjálpað mér í leið minni og átt að minimalískum lífstíl, og eða bara myndir af beytingunum sem ég hef náð að gera, plús líf mitt í bland við þetta allt, já ég hugsa að þetta eigi bara eftir að verða skemmtilegt.  


Geymi brauð og þess háttar í honum eins og er.. 




Ég er ekki með drals skúffu.. heldur vel skipulagðar drasl skúffur þar sem allskonar mjög nauðsinlegt dót sem hvergi á heima safnast saman þarna.



_______________________________________

Ég hef mikinn áhuga af því að skeyta hjá mér sem er gott/vont. Ég á mikið af dralsi sem ég nota, annað gæti ég þurft að nota seinna því ég er endalaust að breyta og bæta og það kanski passar ekki alveg inní þennan lífstíl og að reyna vera umhverfisvæn og reyna nýta allt og spara gerir það að verkum að geymslan er full að dóti sem ég gæti þurft að nota einn daginn. Að losa sig við hluti er pínu ervit fyrir mig eins og er, en þetta er að koma. Ég veit annars ekki um betri og fallegri heimilisskreytingar en blóm.. svo enföld og svonna punkturin yfirð I 

Ég hef alltaf frá því ég man eftir mér haft áhuga á blómum en ég hef aldrei haft glugga eða einhvern stað fyrir fyrr en núna og ég er að njóta þess í botn.. 










_______________________________________

Smá auka... ég er að fara gera mér smá tölvu aðstöðu þar sem ég þoli ekki leingur tölvu og snúrur út um allt.. á líka ekkert svo fallega tölvu að mig langi eithvað að sýna hana mikið. 

Heima hjá mér er smá innskot.. pláss sem er ekkert notað og ef það yrði notað að þá myndi allt draslið sem á hvergi heima rata þangað og það vil ég ekki, þannig að.. ég náði mér í borvélina hans pabba ( er kominn með bora í steypuveggpróf) og fór að bora fyrir hillunum mínum sem ég notaði áður í fataskápnum mínum. 


 Fyrir breytinguna.. 


Byrjaði á því að festa efsa járnið.. svo fetsi ég stóru járnirn sem hillurnar fara á það járn, festi svo 3x hillur, eina uppi, miðjuna og niðri til að vera alveg viss með hvað á að vera langt á milli járnana þannig hillurnar passi, og merkti fyrir götunum.


Tók allt í burtu nema eftsa járnið sem var þegar fast og byrjaði að bora.. Mikið ryk eins og sést!


Festi svo hillurnar og grindurnar á og vola.. tilbúið!


Þrýstistöng og tjald.. gerist ekki betra. 

Á eftir að raða og koma tölvunni fyrir.. snapa kanski ferlinu af því og set svo eitthvað hér inn að því loknu. 


En þá er þetta, þessi færsla/póstur búinn í bili.. allskonar að gerast. Takk fyrir innlitið og vonand eigið þið góðan Sunnudag í dag. 







Sunday, September 13, 2015

DIY: Bókahilla og gömul teiknimyndablöð frá 1970-1986


Það er búið að gerast mikið og margt hjá okkur mæðgum síðustu vikur og mánuði.. flutningar í bæinn, afmæli.. tvö meira segja, eitt tveggja ára hjá Bjarna Sólberg og eitt 4 ára hjá Valdísi, svo líka aðlögun á nýjum leikskóla og fullt meira.

Þó það er búið að vera mikið að gera að þá verð ég alltaf að gera eithvað meira.. föndra eða gera eithvað sem ég fæ algjöra útrás fyrir, og í þessu öllu hef ég verð núna síðustu viku að gera upp litla bókahillu sem ég fékk gefins inná bland og ákvað að leika mér smá með. Ég notaði hér í þetta verkefni gömul teiknimyndablöð frá 1970-1986 og gamlar barnabækur sem ég fann og keypti á 25kr. stk. í Nytjamarkaðinum ABC sem er í Víkurhvarfi 2, æðislegur staður og alltaf eithvað sniðugt hægt að finna þar.


Myndirnar sína í raun allt.. en hér er smá um það hvernig ég fór að og hvaða málingu og lím ég notaði.

Ég grunnaði hilluna alla með hvítum grunni og lét það í raun bara nægja allsstaðar nema bakið málaði ég gult. 

Svo lagðist ég í smá föndur vinnu við að lesa og klippa út úr blöðunum og bókunum.. notaði svo veggfóðurlím og veggfóðraði hliðarnar inní hillunni og nokkrar hillur, aðrar hillur bæsaði ég með tekk lituðu bæsi og fæturnar einnig.. og það síðasta sem ég gerði var að lakkaði ég yfir allt saman með alveg glæru lakki nr. 80, fór ca. 3-4 ferðir yfir þar sem blöðun vor en bara 2x utan á hilluna.


Byrjað á því að grunna.... 




pínu föndur og dúllerí... 


Veggfóður lím sem er tilbúið til notkunar s.s. ekkert vesen sem þar að blanda. Keypt í Byko.


Í bláu dolluni er grunnur sem ég keypti einnig í Byko.. heill dolla (1 líter) dugaði vel yfir alla hilluna og meira til. 







lakka síðustu umferðirnar.... 


Gulu málinguna og lakkið keypti ég líka í Byko.



......og hér er hún tilbúinn!


















Sátt og glöð með nýju hilluna sína



Takk fyrir innlitið og vonandi veitir þetta öllum innblástur og ánægju.

Með kveðju... 





Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...