Þá er ég loksings búinn í skólanum þessa önnina, og gengu prófin mjög vel. En nú tekur við smá langþráð frí frá skólanum næsta árið, eða allavega fram að sumarið og svo bara ein önn eftir þar til ég fæ sveinsprófið í kjólasaum.
En næst á dagskrá hjá mér eru auðvitað jólinn!
Ég elska jólinn og allt sem þau hafa uppá að bjóða. Ég er mikið jólabarn og elska jólaföndur og dúllerí, hamingjulegar fjölskyldu samverustundir, veislu matinn, og auðvitað gjafirnar, ég er mikið fyrir það að gefa, sem mér finnst skemtilegar gjafir, eithvað sem fólk getur notað og hefur gaman af. En á nemalaunum eru peningarnir ekki eins mikilir og maður vildi óskað sér og svo er ég líka búinn að vera spara fyrir Orlando ferðina okkar fjölskyldu, þannig að jólagjafirnar í ár eru flestar heimagerðar og aðrar ódýrar en samt frábærar þó ég seigi sjálf frá eins og bækur og þess háttar sem þarf ekki að kosta hönd og fót.
Ég er samt búinn að vera í miklum vandræðum með jólagjöf handa elsku Valdísi minni. Ég er búinn að vera lengi að pæla í því hvað ég ætti að gefa henni, vissi reyndar um eitt sem hún er búinn að vera biðja um lengi og það er vasaljós, en svo var það að finna eithvað annað sem ég átti eftir að finna, eitthvað meira, ekki bara föt og vasaljós.
Ég hef samt lengi ætlað að kaupa handa henni ein svona æðislegan bíl frá Vilac (sem hægt er að sjá hér fyrir neða) í jóla- eða afmælisgjöf síðan hún var 1. árs og þá var afsökunin alltaf að hann væri alltof stór fyrir hana, en núna er ég nokkuð viss um að hún sé orðin alltof stór fyrir hann. Svo er hann líka aðeins of dýr fyrir okkur þessi jólinn, þannig að ég varð að finna eithvað annað.
Fyrir ca. 3 vikum ákvað ég að fara í Góða Hirðirinn til að sjá hvað væri í boði þar, oft eithvað sem ég finn þar sem hægt er að gera upp og lagfæra á lítinn pening og ég var kominn með hugmynd að finna fallegt lítið hliðarborð útskorið og þá annað hvort mála það allt eða að hluta til, s.s. þá annað hvort fæturnar eða bara borðplötuna, finna svo lítinn blóma dúk og kaupa eithvað smá meira í búið hennar, eins og kökudisk og þess hátar, aukastól og stilla þessu fallega upp á aðfangadagskvöldið með smá borða og þá er hún kominn með flott borð þar sem hún gæti haldið te boð handa sér, bangsa sínum og dúkkum og auðvitað mér og hinum á heimilinu.
Sjá hugmyndir hér fyrir neðan, eða inn á mínu Pinterest.
...EN..... þá vantaði mér pláss fyrir þetta hér heima sem er af skornum skamti, og svo fann ég aldrei þetta ''akkurat'' borð sem ég var búinn að stimpla inn í hausinn á mér, þannig að ég var næstum því búinn að gefast upp þar til ég fann þetta yndislega dúkkurúm/vöggu á 650kr! og já, ég er ekki að djóka með þetta verð. Örugglega það ódýrasta sem ég hef séð þarna sem er ''gamaldags'' smá lúið með hellings af riki.
Sjá hugmyndir hér fyrir neðan, eða inn á mínu Pinterest.
...EN..... þá vantaði mér pláss fyrir þetta hér heima sem er af skornum skamti, og svo fann ég aldrei þetta ''akkurat'' borð sem ég var búinn að stimpla inn í hausinn á mér, þannig að ég var næstum því búinn að gefast upp þar til ég fann þetta yndislega dúkkurúm/vöggu á 650kr! og já, ég er ekki að djóka með þetta verð. Örugglega það ódýrasta sem ég hef séð þarna sem er ''gamaldags'' smá lúið með hellings af riki.
Ég sá strax að ég gæti gert eithvað mjög skemtilegt úr þessu handa henni og léttilega saumað falleg rúmföt og dýnu í það, keypt svo eitthvað smá auka eins og bangsa og lítið, eða stórt (að hennar ósk) bleikt vasaljós.
Ég byrjaði á því að pússa það vel og grunna.
Málaði svo 2-3x umferðir af bleikum. Pennar fást í A4 smáralind.
Ég bætti svo á það smá væmnum gamaldags blómum sem mamma átti til í föndur tótinu sínu og svo teiknaði ég upp skraut á hliðarnar og srkifaði nafnið hennar á fótagaflinn með þessum æðislegum pennum.
Ath. ef einhver ætlar sér að nota svonna penna í svipað verkefni, að þá er gott að láta pennana þorna vel áður en lakkað er yfir. Svo lakka mjög þunt yfir pennaskrifin og passa að vera nokkuð snög af því með penslinum því ef ekki að þá geta pennarnir auðveldlega runnið til og þá aðalega rauði og græni.
Ég gerði prufur áður á bleikan flet sem ég útbjó og það reyndist mér mjög vel áður en ég byrjaði að vinna þetta. Og það allra síðasta sem ég gerði var að lakka yfir það allt með glæru lakki.
Ath. ef einhver ætlar sér að nota svonna penna í svipað verkefni, að þá er gott að láta pennana þorna vel áður en lakkað er yfir. Svo lakka mjög þunt yfir pennaskrifin og passa að vera nokkuð snög af því með penslinum því ef ekki að þá geta pennarnir auðveldlega runnið til og þá aðalega rauði og græni.
Ég gerði prufur áður á bleikan flet sem ég útbjó og það reyndist mér mjög vel áður en ég byrjaði að vinna þetta. Og það allra síðasta sem ég gerði var að lakka yfir það allt með glæru lakki.
Ég á svo helling af sætum efnisbútum sem ég hef safnað að mér hingað og þanngað. Ég og mamma fórum því næst ofan í alla þá kassa sem ég á hér heima og fundum nokkrar gerðir af efnum sem gætu virkað, og svo fór ég í bæinn til bróður minns og kíkti í þá kassa sem ég er með hjá honum og fann þetta æðislega gula efni sem ég áhvað að búa sængina og koddann úr, bláa efnið sem er á dýnunni gaf amma mér fyrir akkurat 10 árum ( efni sem ég elska hvað mest af enunum mínum, já það er hægt að elska efni!) ákvað ég að nota í dýnuna þar sem hún er eithvað sem er alltaf í rúminnu og svo passar líka svo fínt við bleika litinn, hitt voru bara efnisbútar sem ég átti og setti saman.
Það eina sem ég á eftir að gera er að setja 3x hnappagöt á sængurverið og 3x tölur, en þar sem báðar saumavelarnar á heimilinu eru ekki með það falleg hnappagöt ákvað ég að bíða með þau í bili.
Ég saumaði svo 8 stykki tölur í dýnuna til að festa svampinn fastan inní þannig að hægt sé að henda þessu öllu í þvottavél án þess að þetta muni færast eithvað til. Svo gera þær hana líka mun sætara og dýnulegri.
Ég klaufaðist til að taka ekki almennilega mynd af dýninni þannig að tölurnar sjáist betur áður en ég pakkaði þessu öllu inn, en ég á pottþett eftir að taka fullt af myndir af Dísu minni leika sér með þetta þannig að ég sétt þá bara aðra myndir inn þegar að því kemur).
Svo á ég til helling af blúndum og borðum í sængurverin og f.l. þannig að í raun átti ég nánast allt í þetta og borgaði lítið sem ekkert fyrir þessa jólagjöf, fyrir utan rúmmið, fyllingu inní sængina og koddan (sem var bara hluti af innri púði úr IKEA), og svo bleik máling sem var á 2.498kr.
Heildar kostnaður 3.598kr.
plús smá vinna sem er einginn fyrir yndislegu Valdísi Margréti Ívu mína og þá gjöf að fá að sjá svipin á henni þegar hún opnar pakkann sinn á aðfangadagskvöld.
Ódýr jólagjöf með mikla ást og umhyggju þarf ekki að kosta mikið :-)
.. læt svo fylgja með nokkrar myndir af smá jólaföndri sem ég og Dísin mín höfum verið að dunda okkur við síðustu viku..
3D perlu jólatré (auðvitað hugmynd af Pinterest).
Ég var í fyrstu mjög efnins með þetta kerti, en mér langaði að prufa þetta og sló til.
Ég notaði sérstakt eldvarnarlím sem ég málaði allavega 4-5 sinnum á kertið til að vera alveg viss um að það yrðir pottþett, málaði svo nokkrar umferðir yfir pappúrin líka til að vera ennþá meira viss. Svo auðvitað fér maður aldrei frá kretum þegar það er kveikt á þeim þannig að, eins og staðan er í dag en ég nokkuð ánægð með þessa útkomu.
Hér er nýjasta gerðin af Omaggio vasanum, Dísa mín fék frálsar hendur að mála á þennan vasa fyrir ömmu sína og úr varð þetta og með smá hjálp frá mömmunu með skrifin ''Amma mín'' sem hún vildi endilega gera varð þetta flottasta jólagjöfinn. Fyrirfram jólagjöf.
Ég nota á vasann sérstaka póstulíns penna, hitaði hann svo í ofni í ca. 40 mín til klukkutíma leyfði honum að standa í smá tíma.
Takk fyrir innlitið og vonandi veitir þetta öllum innblástur og ánægju.
Jólakveðja...