Friday, March 23, 2012

DIY: Gamall tékk stól gefið nýtt líf og fleyra

 Ég fann þennan gamla tékk stól í gjafagám hér í Hveragerði.. en þar er oft verið að gefa alls konar hluti.. þetta pínu eins og "Góði hirðirinn" maður gefur dót sem er sem er bara hreinlega ekki að virka inni hjá manni.. og allt þar er auðvitað gefins þar sem þetta er "gjafa-gámur.. og stundum getur leinst allgjört gull þarna eins og þessi flotti stóll ;)





Hann var reyndar ekki flottur eins og þið sjáið þegar ég tók hann.. hann var gjörsamlega ógeð! áklæðið á honum var allt skítugt, upplitað og allt í blettum.. svo var stólgrindinn ekki alveg eins góð.. en þó skárri og það er einmitt þess vegna sem ég tókk hann.

Ég keypti mér svamp í rúmfatalagerinum.. á 1990kr. hann er oft geymdur þar sem vefnaðarvaran er. Efnið á stólsessuni var gamalt rúskin sem ég átti fyrir en gervi gæran fékk ég í IKEA á 1690kr. 



1. Ég byrjaði á því að taka bakið og stólsessuna af.. svo fór ég í það pússa upp stólgrindina með mjög fínum sandpappír.. næst var að að bera á hana tekkólíu (fæst í Byko) og pússa hana inn í viðin með enþá fíni sandpappír og grindin er eins og ný.

2. Næst var það að taka efnið af sessuni og bakinu..og gott er að muna ca. (taka myndir) hvernig stólin var bólstraður upprunalega svo maður getur reynt að herma eftir því seinna.

3. Ég sníðaði svo bara eftir plötunum.. 

 Bakið..

efni 2x 
svamp 1x 

Sessuna..

efni 1x 
svamp 2x.. svo að sættið verði mýkra..

   Svampurinn mældur við plötuna... 


Hér klippti ég til efnið og hafði það vel stórt þannig að ég gæti fest það á..


4. Svo næst er það bara að hefta efnið á  plöturnar.. gott er að muna hefta í kross eins og sést á þessari mynd....

 ...... svo færa síg út í hornin því þar á allt efni á að koma samann.. svo fínpússa með því að skera með dúkahníf allt umfram efni sem safnast oft samann í hornum.


 Vel snyrt og flott..

 5. þegar efnið er komið á.. er þá bara efir að setja sessuna og bakið aftur á stólinn.. t.d. eins og í mínu tilviki varð ég að skipta um skrúfur í bakinu þar sem efnið var of mikið og feitt þannig að skrúfurnar voru of stuttar. 

og vola.. stólinn tilbúinn! :)

 




 ****************************************************


Ég notaði svo afgangs efni af gervi-gærunni til að setja á bakið á stólnum hennar Valdísar minnar.... og hún auðvitað elskar það þar sem hún elskar að rugga sér og þar sem þetta ver litla hausin á að rekast ekki í stólbakið. Auk þess sem þetta er bara voða kósý og í stíl við nýja stólinn hennar mömmu sinnar ;)





  

 .. og svo bara í lokinn tvær myndir af sætu minni Valdís Margrét Ívu rosa sátta með útkomuna á stólnum sínum :)



sæta...

... og ein grettu-bros-dúllu mynd í lokinn


Takk fyrir! .. og ekki gleyma commenta hvað ykkur finnst! ;)


A.T.H
 Öll ráð sem sögð eru hér eru ekki frá lærðum fagmanni!
Ég er ekki lærð í bólstrun eða neinnu sem við kemur að gera upp húsgöngn.. ég hef bara aflað mér smá uppl. á netinu, iðnaðarverslunum og frá vinum um það hvernig á að gera sumt og spunið sjálf út frá því þar til þetta virkar og verður fullkomið eins og ég vil hafa það. 

Eina ráðið sem ég mæli eindreigið með er að ef þið ætlið í róttækar aðgerðir á einhverjum hlut eða húsgagni að leita ráða hjá fagmanni áður!



***Afsakið allar stafsetninga villur***


Monday, March 12, 2012

DIY: Að föndra ljósakrónuskraut úr eggjabökkum..

Jæjja.. ég var að föndra smá skraut um daginn í ljósið hennar Dísu Margréti Ívu minnar þar sem mér fanst bara hreinlega vanta eithvað líf í það því það er bara þetta "venjulega" IKEA ljós.. þetta sem allir eiga.. og svo líka þar sem við erum með sama herbergi og tvær eins ljósakrónur (ein í hennar horni og ein í mínu horni) lagaði mig til að skipta hennar hluta herbergisins með því að gera hennar ljós flottara og meira hennar...


Ég notaði í þetta eggjabakka, málingu og gamalt perluskaut.. hægt að nota t.d.  perlufestir sem notaðar eru sem skarut á jólatré eða annað ;)


Ég klipti alla hólkana af bökkunum og málaði þá svo ó nokrum litum.. reyndi að hafa þá mjög litríka og bara í þessum tíbísku litum, gulum, rauðum, grænum, bláum, bleikaum og brúnum...... 

...... svo þræddi ég bara hólkana á perlufestirnar (hægt að hafa bara eina langa eða hvað sem er). Ég lét þá svo ekkert endilega vera eins þædda upp.. sumir snúa á móti hvor öðrum og öfugt... og svo hengdi ég festina á ljósið... og svo er bara alltaf hægt að taka þetta af þegar það er kominn þreitta í þetta.







 Með kveðju Jóhanna Eva Gunnarsdóttir




*Afsakið allar stafsetningarvillur

Tuesday, March 6, 2012

Sauma: Hárbönd.. SmekkjaSvuntur og fleyra spenandi

Um daginn sá ég rosa flotta leik-svuntur á litlar prinsessur og prinsa og ágæt snið með því.. Valdís mín er náttl. bara 6 mánaða (8.mars næstkomandi) og er ekki mikil not fyrir svuntur enþá en væru ágætar til að nota sem smekk.. þannig að ég ákvað að breyta þessaru uppskrift og úr varð allt annað.. einhverskonar smekkjasvunta. 

Ég var svo að flækjast á netinu um daginn og það vill oft til að ég festist í að skoða ýmis konar netsíður sem eru með allskonar hugmyndum og f.l. dótaríi og sá þá á einni síðunni svonna smekkjasvuntu sem var þá bara mjög svipuð og ég gerði hehe.. þannig að þið getið nú sé hvernig á að gera svonna sjá hér og þá jafnvel gert eins og ég geri.. bæta við vasa, blúndu og einhverju dúlleríi, svo er hægt að hafa þær allt öðrvísi sniðnar.. ferkantaðar.. langar eða bara stuttar :)  

*Ég hafði ég böndinn  þar sem hendurnar fara í gegn aðeins stærri þannig að litlar bollu hendur geta greiðlega hreyft sig án þess að svuntusmekkurinn pirri þær eithvað :)






 *****************************************
Svo var ég að leika mér í dag með efnisbútana mína.. og úr slysni gerði ég eitt st. blóm sem verð af hárbandi.. þannig að ég missti mig pínu og gerði 3x hárbönd handa sætustu prinessunni minni :)





 

 





*****************************************

og eins og flestir vita að þá er verið að taka klósettið í gegn heima og það er barasta allt að verða búið.. það er allavega langt komið með það og næst á dagskrá er að flísaleggja það.. 


Hér er verið að rífa allt út..



Búið að mála eina umferð af menju eða hvað sem það heitir.. þannig að vatn fari ekki í gegnum og í plöturnar.. svo kölluð "dúkur í dós"  eins og einhver lísti fyrir mér um daginn



Búið að mála gluggana.. á bara eftir að skipta um límdúkinn á rúðunum..





.....Endilega fylgist með á næstu dögum.. vikum þegar loka útkoman á klósettinu og herberginu okkar Valdísar Margrétar Ívu minnar verður sýnt.. að auki annað meira spenandi eins og gamall tekk stóll endurgerður og lítill skeinkur/skápur sem ég talaði um daginn ;)


 Hér er útkoman!
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...